Grensásvegi lokað í tvær vikur

Grensásvegi er lokað sunnanmegin við Miklubraut.
Grensásvegi er lokað sunnanmegin við Miklubraut. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lokað hefur verið fyrir umferð um Grensásveg til suðurs við Miklubraut en framkvæmdir standa þar yfir. Áætlað er að lokunin vari til 28. ágúst.

Jón Hall­dór Jónas­son, upp­lýs­inga­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að Veitur séu að endurnýja stofnlögn vatnsveitu frá Háaleitisbraut meðfram Miklubraut að Sogavegi. 800 mm vatnslögn kemur þvert á Grensásveginn og eru lokanirnar vegna þess.

„Gert er ráð fyrir því að lokunin standi yfir í tvær vikur,“ segir Jón Halldór. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá lokuninni á Facebook-síðu sinni. Þar eru ökumenn beðnir um að gera ráðstafanir í leiðarvali. Búast megi við töfum vegna þessa, sérstaklega þegar skólar hefjast aftur.

Lokað er fyrir umferð um Grensásveg til suðurs við Miklubraut vegna framkvæmda, en áætlað er að lokunin vari til 28.ágúst. Við biðjum ökumenn um að gera ráðstafanir í leiðarvali, en búast má við töfum vegna þessa, sérstaklega þegar skólar hefjast aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert