Hittast á afmæli Claptons

Hljómsveitin Key to the Highway situr að snæðingi eftir æfingu ...
Hljómsveitin Key to the Highway situr að snæðingi eftir æfingu á sunnudagskvöld. Hljómsveitin kemur nú fram á tónleikum í annað sinn á fimmtudagskvöld. Frá vinstri: Reynir, Jakob, leynigestur tónleikanna sem mikil leynd hvílir yfir, Heiðmar, Ásmundur, Gunnar, Heimir og Ólafur. Ljósmynd/Haukur Júlíusson

Eric Clapton félag Borgarfjarðar var óformlega stofnað á fimmtugsafmæli Claptons, 30. mars 1995. Hljómsveit á vegum félagsins heldur tónleika á fimmtudagskvöld. Það voru þau Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Jóhanna Reynisdóttir á Hæl í Flókadal sem buðu í afmæliskaffið sem markar upphaf félagsins. Þá taldi hópurinn um níu félaga og hafa fleiri bæst við síðan þá.

„Flest okkar höfðu léð Clapton eyra alveg frá Yardbirds-árunum og fylgst með ferli hans í gegnum hinar ýmsu hljómsveitir,“ segir Haukur Júlíusson, jarðýtustjóri og einn af stofnfélögum.

Haukur segir félagið áhugamannasamtök fremur en formlegt félag og ekki er haldið félagatal. Hafi fólk áhuga á því að ganga í hópinn er það velkomið.

„Þetta eru mest karlmenn en þó er ein virðuleg húsfreyja í Reykjavík meðal félaga,“ segir hann. Félagið kemur jafnan saman á afmæli goðsins, þá yfir afmælistertu, tónlist og góðu spjalli. Stöku sinnum hefur félagið staðið fyrir viðburðum og ber þar hæst að nefna stofnun hljómsveitarinnar Key to the Highway. Nafn hljómsveitarinnar er dregið af samnefndu lagi sem Clapton sjálfur hefur flutt í nokkrum mismunandi útgáfum.

Stofnuð á 70 ára afmælinu

Hljómsveitin var stofnuð í tengslum við 70 ára afmæli Claptons og segir Haukur flesta hljómsveitarmenn þá hafa verið um tvítugt en einnig gengu tveir gamalkunnir tónlistarmenn til liðs við sveitina. Það eru þeir Ólafur Garðarsson og Gunnar Ringsted.

„Ólafur var í fararbroddi þessarar tónlistarstefnu í gamla daga með hljómsveitinni Óðmönnum og spilaði einnig með hljómsveitunum Trúbroti og Náttúru. Gunnar var í þeirri fornfrægu hljómsveit Bravóbítlunum frá Akureyri og spilaði síðar með Ingimar Eydal um skeið,“ segir Haukur.

Hljómsveitin hélt tónleika vorið 2015 og segir Haukur þá hafa tekist með ágætum. „Af ýmsum ástæðum tókst ekki að endurtaka leikinn í fyrra, menn voru út og suður. En nú tókst að safna mönnum saman á einn punkt 17. ágúst.“ Félagið hefur ekki enn fengið Clapton sjálfan á sinn fund en hefur sent honum bréf og hver veit nema goðsögnin svari kallinu.

Bara gegnheilt rokk

Hljómsveitin Key to the Highway, sem stofnuð var í tengslum við Eric Clapton félag Borgarfjarðar, heldur tónleika fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.30 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Hljómsveitin kemur nú saman opinberlega í annað sinn síðan hún var stofnuð. Leikin verða lög Claptons ásamt lögum eftir aðra listamenn sem hann hefur unnið með. Kjörorð tónleikanna eru: „Engar vindvélar, engar dansmeyjar og engin ljósasýning, bara gegnheilt rokk.“ Leynigestur stígur á svið með hljómsveitinni um kvöldið en mikil leynd hvílir yfir honum.Tónleikahaldarar búast við svipuðum fjölda og mætti á síðustu tónleika, eða um 90 manns. Eric Clapton félag Borgarfjarðar er sérstakur stuðningsaðili tónleikanna.

Innlent »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Suður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...