Hittast á afmæli Claptons

Hljómsveitin Key to the Highway situr að snæðingi eftir æfingu ...
Hljómsveitin Key to the Highway situr að snæðingi eftir æfingu á sunnudagskvöld. Hljómsveitin kemur nú fram á tónleikum í annað sinn á fimmtudagskvöld. Frá vinstri: Reynir, Jakob, leynigestur tónleikanna sem mikil leynd hvílir yfir, Heiðmar, Ásmundur, Gunnar, Heimir og Ólafur. Ljósmynd/Haukur Júlíusson

Eric Clapton félag Borgarfjarðar var óformlega stofnað á fimmtugsafmæli Claptons, 30. mars 1995. Hljómsveit á vegum félagsins heldur tónleika á fimmtudagskvöld. Það voru þau Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Jóhanna Reynisdóttir á Hæl í Flókadal sem buðu í afmæliskaffið sem markar upphaf félagsins. Þá taldi hópurinn um níu félaga og hafa fleiri bæst við síðan þá.

„Flest okkar höfðu léð Clapton eyra alveg frá Yardbirds-árunum og fylgst með ferli hans í gegnum hinar ýmsu hljómsveitir,“ segir Haukur Júlíusson, jarðýtustjóri og einn af stofnfélögum.

Haukur segir félagið áhugamannasamtök fremur en formlegt félag og ekki er haldið félagatal. Hafi fólk áhuga á því að ganga í hópinn er það velkomið.

„Þetta eru mest karlmenn en þó er ein virðuleg húsfreyja í Reykjavík meðal félaga,“ segir hann. Félagið kemur jafnan saman á afmæli goðsins, þá yfir afmælistertu, tónlist og góðu spjalli. Stöku sinnum hefur félagið staðið fyrir viðburðum og ber þar hæst að nefna stofnun hljómsveitarinnar Key to the Highway. Nafn hljómsveitarinnar er dregið af samnefndu lagi sem Clapton sjálfur hefur flutt í nokkrum mismunandi útgáfum.

Stofnuð á 70 ára afmælinu

Hljómsveitin var stofnuð í tengslum við 70 ára afmæli Claptons og segir Haukur flesta hljómsveitarmenn þá hafa verið um tvítugt en einnig gengu tveir gamalkunnir tónlistarmenn til liðs við sveitina. Það eru þeir Ólafur Garðarsson og Gunnar Ringsted.

„Ólafur var í fararbroddi þessarar tónlistarstefnu í gamla daga með hljómsveitinni Óðmönnum og spilaði einnig með hljómsveitunum Trúbroti og Náttúru. Gunnar var í þeirri fornfrægu hljómsveit Bravóbítlunum frá Akureyri og spilaði síðar með Ingimar Eydal um skeið,“ segir Haukur.

Hljómsveitin hélt tónleika vorið 2015 og segir Haukur þá hafa tekist með ágætum. „Af ýmsum ástæðum tókst ekki að endurtaka leikinn í fyrra, menn voru út og suður. En nú tókst að safna mönnum saman á einn punkt 17. ágúst.“ Félagið hefur ekki enn fengið Clapton sjálfan á sinn fund en hefur sent honum bréf og hver veit nema goðsögnin svari kallinu.

Bara gegnheilt rokk

Hljómsveitin Key to the Highway, sem stofnuð var í tengslum við Eric Clapton félag Borgarfjarðar, heldur tónleika fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.30 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Hljómsveitin kemur nú saman opinberlega í annað sinn síðan hún var stofnuð. Leikin verða lög Claptons ásamt lögum eftir aðra listamenn sem hann hefur unnið með. Kjörorð tónleikanna eru: „Engar vindvélar, engar dansmeyjar og engin ljósasýning, bara gegnheilt rokk.“ Leynigestur stígur á svið með hljómsveitinni um kvöldið en mikil leynd hvílir yfir honum.Tónleikahaldarar búast við svipuðum fjölda og mætti á síðustu tónleika, eða um 90 manns. Eric Clapton félag Borgarfjarðar er sérstakur stuðningsaðili tónleikanna.

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...