Stofnaði vegfarendum í hættu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti snemma í morgun karlmanni eftirför eftir að hann hafði m.a. ekið utan í aðra bifreið og stofnað öðrum vegfarendum í hættu. Var hann vistaður í fangaklefa að lokinni sýnatöku og verður hann yfirheyrður þegar áfengis- og fíkniefnavíman verður runnin af honum.

Er þetta meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Rúmlega níu í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings á milli leigusala og leigutaka í húsnæði í miðborginni en málsaðilum var nokkuð heitt í hamsi. Reynt var að fá lausn á málinu í bili.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþegar sem neitaði að greiða fargjaldið. Lögreglan fór á vettvang og var málið afgreitt á vettvangi.

Lögregla var kölluð til vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi í afgreiðslu hótels í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og rætti við viðkomandi og var honum gefið tækifæri á að yfirgefa vettvang enda ekki frekari kröfur á hendur honum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert