Svona ráðstafa ráðherrar skúffufé sínu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. ljósmynd/Stjórnarráðið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa samtals úthlutað tæpum 7,5 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til ýmissa verkefna á árinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur úthlutað mestu eða 2,2 milljónum króna. Þrír ráðherrar hafa engu úthlutað.

Á fjárlögum ársins í ár eru samtals rúmar 40 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir ráðherra, en engar samræmdar reglur eru um úthlutanir á fénu.

Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ...
Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu. Smelltu á myndina til að sjá hana stóra.

mbl.is óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá öllum ráðuneytum um úthlutanir úr ráðstöfunarfé ráðherra, sem jafnan er nefnt skúffufé, það sem af er ári. Ríkisstjórnin tók til starfa þann 11. janúar sl. Á þeim sjö mánuðum sem ríkisstjórnin hefur verið við störf hafa ráðherrar úthlutað mismiklu.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa ekki úthlutað neinu úr ráðstöfunarfé sínu.

Flestir styrktu Hinsegin daga

Það verkefni sem hefur fengið stuðning flestra ráðherra á árinu er hátíðin Hinsegin dagar í Reykjavík, sem fram fór um síðustu helgi. Fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrktu hátíðina.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra veitti sinn hæsta styrk til þessa á kjörtímabilinu til Hinsegin daga, eða 200 þúsund krónur. Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, veitti einnig sinn hæsta styrk til þessa til hátíðarinnar, eða 300 þúsund krónur. 

Hæsta styrkinn til hátíðarinnar veitti hins vegar Þorsteinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, eða 350 þúsund krónur. Er það jafnframt hans eina úthlutun úr ráðstöfunarfénu. Þá styrkti Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra hátíðina um 200 þúsund krónur, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, styrktu hátíðina báðar um 150 þúsund krónur hvor.

Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga.
Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga. mbl.is/Freyja Gylfa

Fjórir ráðherrar hafa styrkt Landsbyggðarvini; Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín fyrir 100 þúsund krónur hvor vegna verkefnisins „Framtíðin er núna“, Bjarni Benediktsson um 150 þúsund vegna sama verkefnis, og Benedikt um 150 þúsund vegna þátttöku í samnorræna verkefninu „Youth ABC“.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur úthlutað einu sinni úr sínu ráðstöfunarfé það sem af er ári, en það var 200 þúsund króna styrkur til Sveins Elíasar Jónssonar vegna minnisvarðar um Látra-Björgu.

Hafa úr mismiklu að moða

Ráðherrarnir hafa úr mismiklu að moða þegar kemur að skúffufénu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, getur veitt mest í styrki eða 6 milljónir króna. 

Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín deila því sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur til ráðstöfunar; samtals 8,8 milljónum eða 4,4 milljónir hvor. Þá hefur Guðlaugur Þór 3,5 milljónir til úthlutunar hjá utanríkisráðuneytinu.

Sigríður Andersen og Jón Gunnarsson deila 7,5 milljónum sem innanríkisráðuneytið fær og hafa því 3,75 milljónir til úthlutunar hvort.

Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson deila ráðstöfunarfé velferðarráðuneytisins upp á 6,8 milljónir króna og hafa því 3,4 milljónir til úthlutunar hvor.

Umhverfisráðuneyti og fjármálaráðuneyti hafa hvort um sig 2,8 milljónir í ráðstöfunarfé, en Bjarni Ben hefur 2,5 milljónir til ráðstöfunar úr skúffufé forsætisráðuneytisins.

Styrkja verkefni innan síns málefnasviðs

Sumir ráðherrar nýta fjármagnið sem þeir fá í ráðstöfunarfé að mestu leyti í verkefni eða málefni innan síns málefnasviðs. Má til að mynda nefna að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur nánast eingöngu úthlutað fé í verkefni sem eru innan sviðs ráðuneytisins. Þannig hefur hún veitt styrki til Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarinnar og Ólafs Sveinssonar vegna 10 ára afmælis Kárahnjúkavirkjunar. Hún hefur þó einnig veitt styrk til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Flestir aðrir ráðherrar sem hafa úthlutað úr sínu ráðstöfunarfé hafa einnig verið duglegir að styrkja verkefni á sínu málefnasviði, en Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur t.a.m. styrkt ýmis heilbrigðistengd verkefni, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, styrkt verkefni tengd sínu málefnasviði og það hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig gert. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. Hefur hann styrkt Einstök börn, Orator, félag laganema, íþróttasamband lögreglumanna, Hjartaheill og Sjálfsbjörgu auk fyrrgreindra styrkja.

Á myndinni að ofan er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti ...
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...