Svona ráðstafa ráðherrar skúffufé sínu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. ljósmynd/Stjórnarráðið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa samtals úthlutað tæpum 7,5 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til ýmissa verkefna á árinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur úthlutað mestu eða 2,2 milljónum króna. Þrír ráðherrar hafa engu úthlutað.

Á fjárlögum ársins í ár eru samtals rúmar 40 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir ráðherra, en engar samræmdar reglur eru um úthlutanir á fénu.

Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ...
Hér er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu. Smelltu á myndina til að sjá hana stóra.

mbl.is óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá öllum ráðuneytum um úthlutanir úr ráðstöfunarfé ráðherra, sem jafnan er nefnt skúffufé, það sem af er ári. Ríkisstjórnin tók til starfa þann 11. janúar sl. Á þeim sjö mánuðum sem ríkisstjórnin hefur verið við störf hafa ráðherrar úthlutað mismiklu.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa ekki úthlutað neinu úr ráðstöfunarfé sínu.

Flestir styrktu Hinsegin daga

Það verkefni sem hefur fengið stuðning flestra ráðherra á árinu er hátíðin Hinsegin dagar í Reykjavík, sem fram fór um síðustu helgi. Fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrktu hátíðina.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra veitti sinn hæsta styrk til þessa á kjörtímabilinu til Hinsegin daga, eða 200 þúsund krónur. Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, veitti einnig sinn hæsta styrk til þessa til hátíðarinnar, eða 300 þúsund krónur. 

Hæsta styrkinn til hátíðarinnar veitti hins vegar Þorsteinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, eða 350 þúsund krónur. Er það jafnframt hans eina úthlutun úr ráðstöfunarfénu. Þá styrkti Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra hátíðina um 200 þúsund krónur, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, styrktu hátíðina báðar um 150 þúsund krónur hvor.

Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga.
Flestir ráðherrar styrktu Hinsegin daga. mbl.is/Freyja Gylfa

Fjórir ráðherrar hafa styrkt Landsbyggðarvini; Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín fyrir 100 þúsund krónur hvor vegna verkefnisins „Framtíðin er núna“, Bjarni Benediktsson um 150 þúsund vegna sama verkefnis, og Benedikt um 150 þúsund vegna þátttöku í samnorræna verkefninu „Youth ABC“.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur úthlutað einu sinni úr sínu ráðstöfunarfé það sem af er ári, en það var 200 þúsund króna styrkur til Sveins Elíasar Jónssonar vegna minnisvarðar um Látra-Björgu.

Hafa úr mismiklu að moða

Ráðherrarnir hafa úr mismiklu að moða þegar kemur að skúffufénu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, getur veitt mest í styrki eða 6 milljónir króna. 

Þórdís Kolbrún og Þorgerður Katrín deila því sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur til ráðstöfunar; samtals 8,8 milljónum eða 4,4 milljónir hvor. Þá hefur Guðlaugur Þór 3,5 milljónir til úthlutunar hjá utanríkisráðuneytinu.

Sigríður Andersen og Jón Gunnarsson deila 7,5 milljónum sem innanríkisráðuneytið fær og hafa því 3,75 milljónir til úthlutunar hvort.

Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson deila ráðstöfunarfé velferðarráðuneytisins upp á 6,8 milljónir króna og hafa því 3,4 milljónir til úthlutunar hvor.

Umhverfisráðuneyti og fjármálaráðuneyti hafa hvort um sig 2,8 milljónir í ráðstöfunarfé, en Bjarni Ben hefur 2,5 milljónir til ráðstöfunar úr skúffufé forsætisráðuneytisins.

Styrkja verkefni innan síns málefnasviðs

Sumir ráðherrar nýta fjármagnið sem þeir fá í ráðstöfunarfé að mestu leyti í verkefni eða málefni innan síns málefnasviðs. Má til að mynda nefna að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur nánast eingöngu úthlutað fé í verkefni sem eru innan sviðs ráðuneytisins. Þannig hefur hún veitt styrki til Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarinnar og Ólafs Sveinssonar vegna 10 ára afmælis Kárahnjúkavirkjunar. Hún hefur þó einnig veitt styrk til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Flestir aðrir ráðherrar sem hafa úthlutað úr sínu ráðstöfunarfé hafa einnig verið duglegir að styrkja verkefni á sínu málefnasviði, en Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur t.a.m. styrkt ýmis heilbrigðistengd verkefni, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, styrkt verkefni tengd sínu málefnasviði og það hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig gert. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. Hefur hann styrkt Einstök börn, Orator, félag laganema, íþróttasamband lögreglumanna, Hjartaheill og Sjálfsbjörgu auk fyrrgreindra styrkja.

Á myndinni að ofan er hægt að sjá úttekt á því hvaða verkefni ráðherrar hafa styrkt á árinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti ...
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er með víðtækara málefnasvið en önnur ráðuneyti og hafa styrkir hans verið fjölbreyttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...