„Komið að skuldadögum“ eftir langvarandi vanrækslu viðhalds

Viðhaldi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefur verið ábótavant.
Viðhaldi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefur verið ábótavant. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það sem við erum að gera núna er að bregðast við langvarandi vanrækslu á viðhaldi á húsnæði,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að loka hafi þurft einu fangahúsi á Litla-Hrauni í sumar sem hefur það í för með sér að fangarýmum fækkar um 22 á meðan endurbætur eru gerðar á húsnæðinu.

Heilbrigðiseftirlitið hafði gert alvarlegar athugasemdir við aðbúnað í umræddu fangahúsi að sögn Páls en ráðgert er að endurbótum á húsnæðinu ljúki í haust. Þá gerir mannekla það af verkum að ekki er hægt að fullnýta rými í nýja fangelsinu á Hólmsheiði og er langur biðlisti eftir afplánun í fangelsum landsins.

Frétt mbl.is: Beðið eftir rými fyrir 560

„Staðan var einfaldlega þannig í þessum niðurskurðarfasa sem við erum búin að vera í, eins og aðrar ríkisstofnanir frá því að kreppan skall á, að þá var bara allt viðhald skorið niður og því var nánast hætt á tímabili. Það hinsvegar kemur að skuldadögum í því og það er bara einfaldlega komið að því núna og við komumst hreinlega ekki undan því að komast í lágmarks endurbætur á þessu húsnæði á Litla-Hrauni,“ útskýrir Páll.

Um er að ræða hefðbundið viðhald en ekki fjölgun eða breytingu fangarýma að sögn Páls. Klefar hafi verið orðnir sjúskaðir, sturtuaðstaða ófullnægjandi og raunar aðbúnaður allur í húsinu og því hafi löngu verið kominn tími á endurbætur.

Fangar fluttir í önnur rými

Loka þurfti húsnæðinu öllu og flytja þá fanga sem þar dvöldu í annað rými. „Hvort sem það voru önnur fangelsi eða önnur hús á Litla-Hrauni sem þýddi þá aftur að við þurftum að hægja á boðun í fangelsi. Við sáum fram á það að missa þetta húsnæði út í að minnsta kosti þrjá mánuði en eins og ég segi þá höfðum við bara ekkert val,“ segir Páll.

Framkvæmdir hófust um mánaðamótin júní og júlí og mun þeim ljúka í haust. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að hafa 90-95% nýtingu fangarýma líkt og hefur verið undanfarin ár að sögn Páls.

Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins.
Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Öll gæsluvarðhaldseinangrun hefur verið flutt frá Litla-Hrauni og yfir á Hólmsheiði og eru rýmin á Litla-Hrauni nú aðeins nýtt undir hefðbundna afplánun. Þar voru sex einangrunarklefar og öryggisgangur en klefunum sem notaðir voru undir einangrun hefur verið breytt og þar nú vistaðir afplánunarfangar að sögn Páls.

„Engin fita“ eftir í starfsmannamálum

„Eftir því sem við nýtum heimildir til afplánunar utan fangelsa meira, þeim mun þyngri verður hópurinn sem er inni. Þannig að starf fangavarða er ekki að verða auðveldara,“ segir Páll. Skortur á fangavörðum er meginástæða þess að afköst fangelsisins á Hólmsheiði eru ekki fullnýtt. Þar væri hægt að vista fleiri fanga en nú er gert, jafnvel þótt gera þurfi ráð fyrir einhverjum lausum rýmum undir gæsluvarðhaldsfanga, ef fangaverðir væru fleiri.

Þótt fangarými á Litla-Hrauni verði svo gott sem fullnýtt þegar endurbótum á húsnæði líkur í haust segir Páll ljóst að ekki veitti þó af frekari mannafla á Litla-Hrauni.

„Ég get með góðri samvisku sagt að það sé hvergi neins staðar nein fita eftir í starfsmannamálum í fangelsiskerfinu. Við erum búin að skera niður um yfir 20% frá hruni þannig að við erum ekki ofmönnuð neins staðar og það á ekki við á Litla-Hrauni frekar en annars staðar,“ segir Páll.

mbl.is

Innlent »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hafi ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »

Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

15:25 Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Meira »

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi ritgerð

15:03 Kristjana J. Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í alþjóðasamskiptum. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ veittu henni verðlaunin. Ritgerðin heitir „Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni“. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

14:32 Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Bílvelta í Kömbunum

15:20 Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang. Meira »

Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

14:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi. Meira »

Frumvarp um afnám uppreistar æru lagt fram?

14:10 Frumvarp um afnám uppreistar æru verður að öllum líkindum lagt fram á fundi forseta Alþingis með formönnum flokkanna, sem er nýhafinn í Alþingishúsinu. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...