Aukin vegheflun á fjallvegum í ár

Umferð um Fjórðungskvísl við Nýjadal á dögunum.
Umferð um Fjórðungskvísl við Nýjadal á dögunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil umferð hefur verið um fjallvegi í sumar. Lengra ferðatímabil og aukinn fjöldi ferðamanna hefur aukið álag.

„Vegirnir eru í ágætu standi. Það er nýbúið að hefla Öskjuleið og Sprengisandur hefur verið heflaður einu sinni. Ég býst við því að hann verði heflaður aftur eftir viku til tíu daga,“ segir Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík

Fjallvegir voru flestir opnaðir um hálfum mánuði fyrr í ár en alla jafna. Þrátt fyrir það og aukna umferð er Gunnar ánægður með ástand vega. „Það er svakaleg umferð enn þá. Þetta hefur gengið ótrúlega vel í sumar, miklu betur en í fyrra enda höfum við fengið svo mikla rekju.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert