Eingöngu konur sóttu um Lindasókn

Lindakirkja. Nýjasta kirkjan í Kópavogi er í Salahverfi
Lindakirkja. Nýjasta kirkjan í Kópavogi er í Salahverfi mbl.is/Árni Sæberg

Tíu umsóknir bárust um embætti prests í Lindaprestakalli í Kópavogi. Það ber til tíðinda að allir umsækjendur eru konur. Séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, og varaformaðurinn Guðrún Karls Helgudóttir minnast þess ekki að þetta hafi áður gerst í svona fjölmennum umsækjendahópi.

„Þetta er bæði stórmerkilegt og afar ánægjulegt. Þetta segir okkur líka að við eigum margar færar konur í röðum guðfræðinga og presta,“ segir séra Kristján í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að þetta sé líka ánægjuleg staða vegna þess að stjórn Prestafélags Íslands hafi ítrekað þurft að minna á að jafna þurfi stöðu karla og kvenna þegar kemur að prestskosningum. „Það verður spennandi að sjá hver af þessum góðu umsækjendum verður fyrsta konan til að gegna prestaembætti við Lindakirkju og þessa stóru og ungu sókn í Kópavogi,“ segir séra Kristján.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert