Fengu bæturnar sendar út

Margir fá atvinnuleysisbætur sínar sendar til útlanda.
Margir fá atvinnuleysisbætur sínar sendar til útlanda. Eggert Jóhannesson

Frá ársbyrjun 2008 hafa um 5.500 manns lagt fram umsóknir um atvinnuleysisbætur í öðru landi. Frá 2008 til og með 31. júlí í ár voru gefin út 1.490 vottorð vegna slíkra umsókna til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.

Gefið var út 2.621 slíkt vottorð til Póllands. Handhafar slíkra vottorða halda rétti til atvinnuleysisbóta í allt að þrjá mánuði.

Þessar tölur eru vísbending um að Pólverjar sem fluttu bótaréttinn heim hafi verið fleiri en Íslendingar sem fluttu réttinn til Norðurlanda. Hjá Vinnumálastofnun voru ekki tiltækar upplýsingar um fjárhæð umræddra bótagreiðslna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segir, að fullyrða megi að þær hlaupi á milljörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert