Hæglætisnorðanátt og síðdegisskúrir

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld verður norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir.

Heldur ákveðnari norðanátt verður á morgun og rigning með köflum austantil, en lengst af bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það gengur síðan í allhvassa norðanátt á suðausturhorninu síðdegis á morgun, sem kann að reynast varasöm þeim ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindi. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert