Kaleo hitar upp á tónleikum Rolling Stones í Austurríki

Hljómsveitin Kaleo spilar í verslunargluggaí Bankastræti
Hljómsveitin Kaleo spilar í verslunargluggaí Bankastræti mbl.is/Rósa Braga

Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsælustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borginni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi.

„Þetta er bara geðveikt, óraunverulegt í rauninni. Ég fór að hlæja þegar ég heyrði af þessu, fannst þetta eiginlega bara fyndið. Þetta er ótrúlega gaman, að fá að hita upp fyrir stærstu rokkhljómsveit allra tíma,“ segir gítarleikari Kaleo, Rubin Pollock, spurður að því hvernig það leggist í hann að fá að hita upp fyrir Rolling Stones.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Kaleo hefur átt mikilli velgengni að fagna erlendis, en hljómsveitin hefur búið og starfað í Bandaríkjunum í um tvö og hálft ár.

En hvernig tókst Kaleo að landa þessu giggi, að fá að hita upp fyrir rokköldungana í Rolling Stones? „Það er líklega samvinna milli plötuútgefanda, bókunarskrifstofu og umboðsskrifstofunnar,“ svarar annar af tveimur gítarleikurum Kaleo, Rubin Pollock. „Það hefur kannski eitthvað með það að gera – en þó örugglega ekki – að þegar við sömdum við bókunarskrifstofuna spurðu þeir okkur hvaða hljómsveit við vildum helst hita upp fyrir og við svöruðum Rolling Stones. Svo hitti ég bókarann um daginn í Chicago og hann sagði: „Jæja, það tók tvö ár en ég er búinn að redda þessu,“,“ segir Rubin og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert