Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu

Hér má sjá hvernig reiturinn er þríhyrningslaga.
Hér má sjá hvernig reiturinn er þríhyrningslaga. Teikning/Yrki arkitektar

Breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum.

Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Á vef borgarinnar segir að núverandi byggð á svæðinu sé um 14.200 fermetrar og að nýbyggingar verði um 16.000 fermetrar. Alls verða því um 30.200 fermetrar á svæðinu.

Til að setja það í samhengi er Kringlan, stærsta bygging Reykjavíkur, um 56.000 fermetrar. Verkefnið er því umfangsmikið, að því er fram kemur í umfjöllun um það í Morgunblaðinu í dag.

Borgartún 24 er lengst til vinstri. Reiturinn nær að Borgartúni …
Borgartún 24 er lengst til vinstri. Reiturinn nær að Borgartúni 18. Þar er hringtorg við Höfðatorg. mbl.is/Baldur
Breytt götumynd. Íbúðaturn mun kallast á við íbúðaturn í Mánatúni …
Breytt götumynd. Íbúðaturn mun kallast á við íbúðaturn í Mánatúni 7-17. mbl.is/Baldur
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert