Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu

Lögregla hefur stundum gert átak í eftirliti með ölvunarakstri.
Lögregla hefur stundum gert átak í eftirliti með ölvunarakstri. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í júlí komu 159 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn voru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur.

Til samanburðar kom til kasta lögreglu 91 mál þar sem ökumenn voru undir áhrifum áfengis og eru þeir ekki meðtaldir í fyrrnefndri tölu. Ekki er tekið tillit til ítrekunarbrota einstakra ökumanna.

Á þessu ári hafa á höfuðborgarsvæðinu verið skráð 877 mál af þessum toga er varða ávana- og fíkniefni, en fjöldi brotanna í júlí er sá mesti í einum mánuði frá því í júlí í fyrra. Skráð ölvunarakstursbrot á þessu ári eru 607 talsins, að því er fram kemur í umfjöllun um afbrot þessi í Morgunblaðinu í dag.

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að síðustu þrjú til fjögur ár hafi mál þar sem um fíkniefni sé að ræða tekið fram úr ölvunarakstursmálum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert