Ör fjölgun á milli mánaða

Áfram er spáð litlu atvinnuleysi, eða 1,7-1,9% í ágúst.
Áfram er spáð litlu atvinnuleysi, eða 1,7-1,9% í ágúst. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Erlendum starfsmönnum sem eru hér á landi á vegum starfsmannaleiga, innlendra sem erlendra, fjölgar ört og voru þeir samtals 1.879 í júlímánuði á vegum 30 starfsmannaleiga.

Kemur þetta fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaðnum, sem birt var í gær. Þessum starfsmönnum hefur því fjölgað til muna á milli mánaða, eða um 311 að því er fram kemur í skýrslunni.

Spáir stofnunin áframhaldandi fjölgun starfsmanna starfsmannaleiga á næstu mánuðum. „Ef þróunin næstu þrjá mánuði verður sú sama og á sama tíma í fyrra þá má ætla að fjöldi starfsmanna starfsmannaleiga eigi eftir að aukast um tæp 37%, verður þá fjöldi starfandi starfsmanna starfsmannaleiga orðinn 2.500 í október næstkomandi,“ segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert