Tímasetningin ekki sú besta

Grensásvegi er lokað sunnanmegin við Miklubraut.
Grensásvegi er lokað sunnanmegin við Miklubraut. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta.

Eins og greint var frá í gær eru Veitur að endurnýja stofn­lögn vatns­veitu frá Háa­leit­is­braut meðfram Miklu­braut að Soga­vegi. 800 mm vatns­lögn kem­ur þvert á Grens­ás­veg­inn og eru lok­an­irn­ar vegna þess.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu greindi frá lok­un­inni á Face­book-síðu sinni. Þar eru öku­menn beðnir um að gera ráðstaf­an­ir í leiðar­vali. Bú­ast megi við töf­um vegna þessa, sér­stak­lega þegar skól­ar hefjast aft­ur.

Samkvæmt Jóni Halldóri Jónassyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, gerðu áætlanir Veitna ráð fyrir því að vinnu yrði lokið eigi síðar en 11. ágúst.

Vegna tafa á afhendingu efnis hafi það hins vegar reynst ógerlegt og því sé nú stefnt að því að verkinu ljúki fyrir 28. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert