Björgun flytur í Gunnunes

Til stendur að Björgun flytji í Álfsnes.
Til stendur að Björgun flytji í Álfsnes. mbl.is/Rax

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi.

Undirritunin fer fram á klettabeltinu við núverandi athafnasvæði Björgunar.

Í október í fyrra voru undirritaðir samningar milli Faxaflóahafna sf. og Björgunar ehf. um rýmingu fyrirtækisins af lóð þess á Ártúnshöfða. Þar kom fram að fyrirtækið fái að vera með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.

Björg­un ritaði í fyrrasum­ar bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem kannaðir voru mögu­leik­ar þess að fyr­ir­tækið fái lóð und­ir starf­semi sína í Álfs­nesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert