Dagvaran út úr veltuvísitölunni

Mikill vöxtur var í sölu á byggingavörum og húsgögnum í ...
Mikill vöxtur var í sölu á byggingavörum og húsgögnum í júlí. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Áfram verður þó haldið birtingu á veltuvísitölu byggingarvöru, húsgagna og áfengis, segir í tilkynningu frá Rannsóknasetrinu.

„Smásöluvísitalan hefur verið birt mánaðarlega frá stofnun Rannsóknaseturs verslunarinnar árið 2004. Frumkvæðið að birtingu smásöluvísitölunnar kom upphaflega frá verslunum í landinu og helsti tilgangurinn hefur allar götur síðan verið að veita verslunum aukið gagnsæi á mánaðarlega þróun í einstökum tegundum verslunar. Þar sem þessar forsendur hafa breyst er birtingunni sjálfhætt,“ segir í tilkynningunni.

Rannsóknasetrið leitar nú annarra leiða við öflun skammtímaupplýsinga um veltu verslunar eftir vöruflokkum.

Mánaðarleg veltuvísitala verður áfram birt í eftirtöldum vöruflokkum: Áfengisverslun, húsgögnum og byggingarvörum. Jafnframt í einstökum undirflokkum þessara vöruflokka, þ.e. sérverslunum með rúm og verslunum með skrifstofuhúsgögn auk sérverslana sem selja gólfefni.

Tilkynnt verður um birtingu í hverjum mánuði, en ekki með jafn ítarlegri greiningu og hingað til.

Byggingarvörur rokseljast en verðið lækkar lítið

Í yfirliti Rannsóknasetursins um verslun í júlí er ítrekað að ekki sé ljóst hver velta dagvöruverslunar var. Hins vegar  sýni verðmæling Hagstofunnar að verð á dagvöru fer ört lækkandi. Þannig var verð á dagvöru í júlí 4,7% lægra en í sama mánuði í fyrra. 

Í júlí urðu miklar sveiflur í veltu þeirra tegunda verslunar sem mælingin nær til.

Velta í sölu áfengis var 10,2% minni í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Ástæðan er sú að á síðasta ári var frídagur verslunarmanna 1. ágúst og því fór sala á áfengi fyrir verslunarmannahelgina fram í júlí en á þessu ári var frídagurinn 7. ágúst og því fóru helgarinnkaupin fram í byrjun ágúst í ár. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir verslunarmannahelgaráhrifunum kemur í ljós að áfengissalan í júlí var nánast sú sama og í fyrra.

Mikill vöxtur var í sölu á byggingarvörum og húsgögnum í júlí. Athyglisvert er að verð á húsgögnum var 12,4% lægra í júlí síðastliðnum en tólf mánuðum áður. Þar er væntanlega ekki um svokölluð Costco-áhrif að ræða heldur aðra þætti eins og gengisstyrkingu krónunnar og/eða lækkun innflutningsverðs, segir í yfirliti Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Aðra sögu er að segja af verði á byggingarvörum sem lækkaði aðeins um 1,1% á milli ára. Sala á byggingarvöru eykst stöðugt og var 11% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra.

mbl.is

Innlent »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...