Ekki formannsins að segja sína skoðun

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar skoðanir á nafnabreytingu fyrr en á landsfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun.

Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi flokksins, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og kallaði eftir umræðu um málið. „Það er til umræðu hjá okkur í Samfylkingunni að breyta nafninu. Hvað finnst ykkur?“ skrifaði hún.

Flokksmenn og aðrir hafa ekki legið á skoðunum sínum í athugasemdum við færsluna. Margir taka hugmyndinni fagnandi og vilja sjá orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins á meðan aðrir segja hana fáránlega, vandræðalega og lykta af örvæntingu. Sjálf segir Eva flokkinn eiga að vera óhræddan við breytingar. Henni þyki nafnið jafnaðarflokkur afskaplega fallegt og það hafi sterka pólitíska skírsotun.

Fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér

Logi er ekki jafn skoðanaglaður. „Það eru nokkrir klukkutímar síðan ég sá þetta og hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Þar fyrir utan er ég ekki viss um að formaður í flokki eigi að rjúka til strax og kveða upp sinn dóm. Mér finnst bara allt í lagi að fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér og að það sé góð umræða um málið. Svo mun ég eins og annað fólk leggja eitthvað inn í umræðuna á landsfundi og kjósa eins og mér finnst,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann sér því ekki fyrir sér að tala fyrir einni hugmynd eða annarri, fyrr en hugsanlega á landsfundi flokksins, þann 27. október næstkomandi. „Ég held jafnvel að það væri ekki gott. Ekki fyrst að hugmyndin kemur frá einstaklingum en ekki forystu flokksins.“

Hann segir hugmyndina koma fram í tengslum við landsfundinn, líkt og margar aðrar hugmyndir. „Við erum með mjög virkt grasrótarlýðræði sem gerir öllum félagsmönnum kleift mögulegt að senda inn tillögur að stefnu- eða lagabreytingum. Eftir því sem ég veit best þá er þetta eins slík tillaga sem verður rædd fram og til baka.“

Búinn að ákveða sig varðandi framboð

Þeir sem eru hlynntir breytingum á nafninu segja það undarlegt að nota ekki orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins. Logi bendir hins vegar á að því hafi verið bætt inn árið 2013 og að flokkurinn heiti nú Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands. „Það er auðvitað ákveðið sjónarmið sem er vert að hlusta á. Svo eru önnur sjónarmið sem segja eitthvað annað. Það er eins og gengur og svo er það almennra félagsmanna að vega og meta.“

Aðspurður hvort nýtt nafn gæti haft áhrif á fylgi flokksins svarar Logi: „Kjörnir fulltrúar eru í þeirri stöðu að þeir fylgja stefnu flokksins síns. Þá skiptir ekki hvernig lógóð er á litinn eða hvert nafnið er. Hlutverk okkar er það sama og við höldum okkar striki. Þetta er engu að síður skemmtilegt innlegg í umræðuna og verður til þess að skoðanaskipti verða virkari innan okkar hóps og það er til góðs.“

Logi vill ekki gefa það upp hvort hann hyggst bjóða sig fram til formanns á landsfundinum, en hann segist þó vera búinn að gera upp hug sinn. Mun hann tilkynna ákvörðun sína flokksmönnum fljótlega.

mbl.is

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...