Ekki formannsins að segja sína skoðun

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar skoðanir á nafnabreytingu fyrr en á landsfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun.

Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi flokksins, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og kallaði eftir umræðu um málið. „Það er til umræðu hjá okkur í Samfylkingunni að breyta nafninu. Hvað finnst ykkur?“ skrifaði hún.

Flokksmenn og aðrir hafa ekki legið á skoðunum sínum í athugasemdum við færsluna. Margir taka hugmyndinni fagnandi og vilja sjá orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins á meðan aðrir segja hana fáránlega, vandræðalega og lykta af örvæntingu. Sjálf segir Eva flokkinn eiga að vera óhræddan við breytingar. Henni þyki nafnið jafnaðarflokkur afskaplega fallegt og það hafi sterka pólitíska skírsotun.

Fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér

Logi er ekki jafn skoðanaglaður. „Það eru nokkrir klukkutímar síðan ég sá þetta og hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Þar fyrir utan er ég ekki viss um að formaður í flokki eigi að rjúka til strax og kveða upp sinn dóm. Mér finnst bara allt í lagi að fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér og að það sé góð umræða um málið. Svo mun ég eins og annað fólk leggja eitthvað inn í umræðuna á landsfundi og kjósa eins og mér finnst,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann sér því ekki fyrir sér að tala fyrir einni hugmynd eða annarri, fyrr en hugsanlega á landsfundi flokksins, þann 27. október næstkomandi. „Ég held jafnvel að það væri ekki gott. Ekki fyrst að hugmyndin kemur frá einstaklingum en ekki forystu flokksins.“

Hann segir hugmyndina koma fram í tengslum við landsfundinn, líkt og margar aðrar hugmyndir. „Við erum með mjög virkt grasrótarlýðræði sem gerir öllum félagsmönnum kleift mögulegt að senda inn tillögur að stefnu- eða lagabreytingum. Eftir því sem ég veit best þá er þetta eins slík tillaga sem verður rædd fram og til baka.“

Búinn að ákveða sig varðandi framboð

Þeir sem eru hlynntir breytingum á nafninu segja það undarlegt að nota ekki orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins. Logi bendir hins vegar á að því hafi verið bætt inn árið 2013 og að flokkurinn heiti nú Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands. „Það er auðvitað ákveðið sjónarmið sem er vert að hlusta á. Svo eru önnur sjónarmið sem segja eitthvað annað. Það er eins og gengur og svo er það almennra félagsmanna að vega og meta.“

Aðspurður hvort nýtt nafn gæti haft áhrif á fylgi flokksins svarar Logi: „Kjörnir fulltrúar eru í þeirri stöðu að þeir fylgja stefnu flokksins síns. Þá skiptir ekki hvernig lógóð er á litinn eða hvert nafnið er. Hlutverk okkar er það sama og við höldum okkar striki. Þetta er engu að síður skemmtilegt innlegg í umræðuna og verður til þess að skoðanaskipti verða virkari innan okkar hóps og það er til góðs.“

Logi vill ekki gefa það upp hvort hann hyggst bjóða sig fram til formanns á landsfundinum, en hann segist þó vera búinn að gera upp hug sinn. Mun hann tilkynna ákvörðun sína flokksmönnum fljótlega.

mbl.is

Innlent »

Berjast um að heilla bragðlaukana

20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf. sem ekki eru söluhæfar beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Vantar pláss

19:38 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfis auglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug í miðað við erlendis. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Könnun á áformum markaðsaðila
Tilkynningar
Seyðisfjarðarkaupstaður Könnun...