Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

Danskir dagar verða haldnir hátíðlegir um helgina í Stykkishólmi. Bærinn …
Danskir dagar verða haldnir hátíðlegir um helgina í Stykkishólmi. Bærinn er skreyttur með rauðu og hvítu og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ.

Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem brottfluttir Hólmarar heimsækja vini og ættingja og fjölskyldur sameinast.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, byggðasafns Snæfellinga og Hnappdælinga, ásamt hópi ungra kvenna sem sér um dagskrá og skipulag hátíðarinnar í ár. 

„Dagskráin er mikið til heimagerð, það eru færri aðkeypt atriði, við höfum fengið mjög góð viðbrögð við henni. Við reynum að hafa eitthvað fyrir alla en þá sérstaklega smáfólkið,“ sagði Hjördís í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Sala á dönskum varningi hófst á þriðjudag og í dag skreyta bæjarbúar bæinn með rauðu og hvítu. Þá verður haldið kubbmót, sundlaugapartý fyrir unglinga og dönsk spurningarkeppni.

Sala á dönskum varningi hófs á þriðjudag og í dag …
Sala á dönskum varningi hófs á þriðjudag og í dag skreyta bæjarbúar bæinn með rauðu og hvítu. Ljósmynd/Facebook

Á morgun verður boðið upp á golfmót, ærslabelgur verður vígður við grunnskólann og farið verður í hjólatúr. Um kvöldið verður svo hverfagrill en að því loknu verður hátíðin formlega sett af bæjarstjóra við Flæðisker með brekkusöng og skemmtun.

Á laugardaginn er boðið upp á fjölbreytta dagskrá en þar má meðal annars nefna markaðstorg, brjóstsykursgerð, fótboltamót, bryggjuball og flugeldasýningu.

„Það verður líf og fjör í Hólminum alla helgina, allir velkomnir og við tökum á móti gestum með bros á vör,“ segir Hjördís.

Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu Danskra daga og á Facebook.

Ljósmynd/Facebook
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert