„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

Ef auknar líkur á Downs-heilkenni koma fram við fósturskimun er ...
Ef auknar líkur á Downs-heilkenni koma fram við fósturskimun er konum boðið upp á viðtal við erfðaráðgjafa. AFP

„Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Fólk virkilega veltir öllum hlutum fyrir sér,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans.

Mikil umræða hefur skapast um Downs-heilkennið á Íslandi í kjölfar umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS þar sem fram kom að markvisst væri verið að útrýma heilkenninu hér á landi með fósturskimun. Að fóstrum með heilkennið væri eytt í nánast 100 prósent tilfella.

Frétt mbl.is: Palin líkir Íslendingum við nasista

Hulda sagði í samtali við mbl.is í gær að að þessar fullyrðingar væru ekki réttar, enda væri 1/3 hluti kvenna sem annað hvort kysi að fara ekki í skimun eða vildi ekki frekari rannsóknir ef skimun leiddi í ljós auknar líkur á Downs. Þær konur kysu að halda meðgöngunni áfram án frekari inngripa.

Skiptir máli hvernig fréttirnar eru sagðar

En hvaða ferli fer í gang ef eitthvað óeðlilegt kemur fram í skimun við 11 til 14 vikna meðgöngulengd? Til að mynda ef auknar líkur eru taldar á að Downs-heilkennið sé til staðar?

„Ef við sjáum líkamsgalla við ómskoðun sem hefur óvissa þýðingu þá bjóðum við alltaf upp á litningarannsókn. Ef aðeins er um að ræða aukna hnakkaþykkt þá fer konan í blóðprufu og ef niðurstöðurnar benda til að líkurnar séu sem dæmi 1 á móti 85, þá hringir ljósmóðir í konuna og býður upp á fylgjusýnatöku. Ef konan er viss um hvað hún vill gera, þá er hún bókuð í fyrsta lausa tíma. Ef hún er hins vegar ekki viss hvað hún vill gera við þessar niðurstöður er henni boðið í viðtal hjá erfðaráðgjafa eða lækni áður en hún tekur ákvörðun um ástungu,“ útskýrir Hulda, en niðurstöður litningarannsóknar með sýni úr legvatnsástungu gefa vissu um hvort heilkennið er til staðar eða ekki.

Frétt mbl.is: Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

Ef niðurstöður rannsókna sýna fram á að Downs-heilkenni sé til staðar gerir læknir foreldrum alltaf grein fyrir því að tveir möguleikar séu í stöðunni, að sögn Huldu. Annar möguleikinn er að halda meðgöngunni áfram og búa sig undir að eignast barn með Downs-heilkenni. Hinn er að enda meðgönguna. „Maður lærir það í þessu ferli, þegar maður gefur ráð, að það skiptir máli hvernig maður segir fréttirnar. Maður reynir að láta ákvörðunina koma frá fólkinu sjálfu. Þegar maður hringir og segir þessar fréttir þá spyr fólk mjög oft strax: „Hvenær get ég farið í fóstureyðingu“. Í flestum tilvikum eru viðbrögðin þannig. Fólk veit af hverju það er að fara í þessar rannsóknir, hvað niðurstöðurnar munu færa því og er yfirleitt búið að mynda sér skoðun áður en maður færir því fréttirnar.“ Hún segir foreldra yfirleitt ekki kjósa að fara í gegnum litningarannsókn nema þeir séu búnir að ákveða að eyða fóstrinu komi í ljós að Downs-heilkennið sé til staðar.

Læknir fer þó alltaf yfir niðurstöður rannsókna með foreldrum, hvort sem þær gefa vissu um Downs-heilkenni eða aðra litningagalla. Ef um Downs-heilkenni er að ræða er farið yfir það með foreldrum hvort þeir þekki heilkennið. Ef fólk er í vafa um hvað það þýðir er því boðið að hitta barnalækni sem sinnir börnum með Downs. Foreldrasamtök barna með Down-heilkenni eru líka til staðar ef fólk vill, að sögn Huldu.

Veigra sér við að hitta foreldra barna með Downs

„Foreldrasamtökin eru ósátt að við vísum ekki öllum til þeirra. En það er þannig að fólk veigrar sér að tala við foreldra barna með Downs. Það kannski veit hvaða afstöðu það hefur og finnst óþægilegt að hafa hitt foreldrana sem vita þá hvaða ákvörðun fólkið kemur til með að taka. En þetta er í boði og við bjóðum fólki upp á þetta ef það er er í vafa,“ segir Hulda. Þá er einnig í boði að ræða við félagsrágjafa, fleiri aðra lækna en barnalækna og prest. „Við bjóðum upp á heilmikla ráðgjöf en yfirleitt er fólk mjög afgerandi og búið að taka ákvörðun. Það veit hvað Downs er og þekkir jafnvel til einvers með Downs. Það kærir sig því ekkert um að vita meira. Þá er það ekki okkar að troða því upp á fólk.“

Frétt mbl.is: Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Hulda segir ýmsar ástæður fyrir því að foreldrar ákveði að binda endi á meðgöngu ef Downs-heilkenni greinist. Það sé í raun mjög einstaklingsbundið og geti snúið að viðhorfum, umhverfi, fjölskylduaðstæðum, fjárhagsaðstæðum, aldri fólks, skorti á stuðningsneti og öðrum þáttum. Það er hennar upplifun að fólk sé hrætt við óvissuna sem fylgi því að eignast barn með Downs-heilkennið, enda fylgi heilkenninu oft aðrir erfiðleikar, bæði andlegir og líkamlegir, eins og hjartagallar.

Hulda segir algengast að fólk sé búið að mynda sér skoðun á því hvort það ætli sér að binda endi á meðgöngu ef í ljós kemur að fóstrið er með Downs-heilkenni, eða ekki. „Fólk er búið að taka þessa ákvörðun áður en það fer inn í þetta ferli.“

mbl.is

Innlent »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafi sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Suður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1, 22 fm
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1. Í herberginu eru ...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...