5 teknir við ölvunarakstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu.

Fimm ökumenn voru hins vegar teknir og úr þeim dregið blóð. Þeir voru síðan látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Þá reyndist einn þeirra ökumanna sem lögregla stöðvaði hafa verið sviptur ökuréttindum. Var bíl hans líka lagt og hald lagt á bíllyklana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert