Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

Ólafur segir ekkert benda til þess að fjölbreyttari rekstrarform skili ...
Ólafur segir ekkert benda til þess að fjölbreyttari rekstrarform skili sér í betri námsárangri nemenda og aukinni starfsánægju kennara. Valdís Þórðardóttir

Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hefur talað fyrir þessum hugmyndum í fjölmiðlum. Hún hefur einnig talað fyrir fjölbreyttari rekstarformum grunnskóla og því að árangurstengja laun kennara, þannig að launin hækki með bættum árangri nemenda.

Fá hærri laun fyrir að gefa 9,5 í einkunn?

Formanninum hugnast þessar síðarnefndu hugmyndir ekki og skilur í raun ekki hvers vegna þingmaðurinn er að viðra þær núna. Þær séu enginn lausn á þeim kennaraskorti sem blasi við.

„Það kom mér mjög á óvart að það væri verið að brydda upp á þessu árið 2017. Þessi umræða var í gangi fyrir nokkrum árum málið rætt alveg í drep. Niðurstaðan var sú að það er óframkvæmanlegt að vera með árangurstengt kerfi hjá þeim stéttum þar sem unnið er með fólk. Þetta gæti gengið upp í framleiðslu, en ekki í kennslu,“ segir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara.

„Hvernig ætti að útfæra þetta kerfi? Eru það þeir sem gefa einkunn upp á 9,5 sem fá hærri laun? Eiga kennarar að fá aukalega greitt ef sjö nemendur þeirra fá þá einkunn? Maður lendir strax í rugli með þetta. Þess vegna kom það mér það svo á óvart að verið væri að tengja þetta saman. Að árangurstenging launa gæti verið lausn á skorti á kennurum. Það er eiginlega fráleitt að tengja þetta saman.“

Hann segir hins vegar vel mega ræða þær hugmyndir að aukin menntun, álag og ábyrgð kennara skili þeim hærri launum.

Ólafur segir mikilvægast að hækka laun kennara og bæta starfsumhverfið.
Ólafur segir mikilvægast að hækka laun kennara og bæta starfsumhverfið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er að einhverju leyti í gert í dag. Þú færð greitt meira eftir því sem þú ert með meiri menntun. Það væri því alveg vert að skoða þessar hugmyndir. Það er auðvelt að gera þetta með þátt eins og menntun, en verður erfiðara með álag og ábyrgð, en er alls ekki útilokað. Álag getur verið huglægt. Það sem ég met sem mikið álag í mínu starfi, getur öðrum þótt lítið álag. Við höfum haft þá sýn í kjaraviðræðum að það er fátt sem menn eru ekki til í að ræða. Það að ræða hlutina felur þó ekki sjálfkrafa í sér samþykki.“

Draumur þingmannsins um einkavæðingu

Áslaug hefur einnig talað um að fjölbreyttari rekstrarform grunnskóla gætu breytt starfsumhverfi kennara og menntun barna til hins betra. Meðal annars laðað fleiri að kennslunni. Hún segist þá eiga við sjálfstætt starfandi skóla en ekki einkaskóla.

Ólafur segir hins vegar ekkert benda til þess að slíkt rekstarform skili betri menntun nemenda eða auki starfánægju kennara. „Þetta er bara draumur þingmannsins um að einkavæða skólakerfið. Flokkurinn sem hún starfar fyrir vill líka einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Þetta er hluti af slíkum draumum. Það er órökstudd fullyrðing að þetta myndi leiða betri kjara.“

Ólafur segir vissulega nokkra einkaskóla vera starfandi í dag, sem hafi svaraði ákveðinni eftirspurn, en að einkarekstur sé ekki lausn á vandanum.

Kennslan ekki láglaunastarf í Finnlandi

Hann bendir á að skólakerfin í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem er hátt hlutfall einkaskóla, hafi átt undir högg að sækja síðustu ár. „Þessi skólakerfi eru í tómum vandræðum á meðan vel gengur í Finnlandi og Kanada, þar sem hlutfall einkaskóla er lágt. Þar leggja menn mikla áherslu á að styrkja hið opinbera skólakerfi og grunnforsendan er að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum til menntunar, óháð utanaðkomandi þátta.“

Hann segir laun kennara í Finnlandi samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra stétta.

Áslaug Arna hefur viðrað hugmyndir um fjölbreyttari rekstrarform og árangurstengingu ...
Áslaug Arna hefur viðrað hugmyndir um fjölbreyttari rekstrarform og árangurstengingu launa kennara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Um 95 prósent af þeim sem fara í kennaranám í Finnlandi skila sér út í kennslu og eru að störfum. Þeir vita líka að það eru 95 prósent líkur á því að launin þeirra verði jöfn eða hærri en meðallaun í landinu. Ef ég vel kennsluna í Finnlandi þá veit ég að það mun ekki þýða að ég verði í láglaunastarfi. Á Íslandi er það þannig að um 10.000 grunnskólakennarar eru menntaðir í faginu, en við þurfum bara 5.000. Samt vantar kennara, því þeir vinna annars staðar. Það eru einungis 50 prósent líkur á því að þú náir meðallaunum í landinu sem kennari á Íslandi.“

Ólafur segir mikilvægast af öllu að hækka laun grunnskólakennara og bæta starfsumhverfi þeirra. „Þetta eru grunnþættirnir. Þeir sem byrja í starfinu í dag stoppa ekki lengi. Þeir eru kannski í tvö til þrjú ár, sjá að þetta er gríðarlega mikil og erfið vinna og kaupið ekki samkeppnishæft.“

„Þetta er hættuleg hugmynd“ 

Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur líka gert athugasemdir við málflutning Áslaugar Örnu. Í pistli sem birtist á Eyjan.is benti hún á að fjármagn dytti ekki af himnum ofan þrátt fyrir að menntastofnanir yrðu færðar í einkarekstur.

„Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu,“ skrifar Guðríður.

Þá varar hún við því að setja hvatakerfi í kjarasamninga kennara. „Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður.“

mbl.is

Innlent »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða –stormi, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafn vel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Styttist í nýja ríkisstjórn

05:30 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Símtal Davíðs og Geirs rætt

05:30 Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...