Fengu þrastarunga í fóstur

Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Unginn var nefndur Búi og varð fljótt mikill vinur allrar fjölskyldunnar og vildi fá að vera með henni. 

„Hann sat alltaf hjá okkur og hoppaði milli fjölskyldumeðlima, t.d. þegar við horfðum á sjónvarpið, og mátaði hvar best væri að sofa. Hann var afar ánægður þegar hann gat komið sér vel fyrir á öxlinni á mér og sofnaði þar. Þá sat hann hjá okkur ef við sátum úti á pallinum,“ segir Berghildu Erla Bernharðsdóttir, fósturmamma ungans.

Sá eini í fjölskyldunni sem var lítið hrifinn af Búa var hundurinn Kínó. Hann var ekkert sérstaklega ánægður með athyglina sem Búi fékk fyrstu dagana en vandist honum fljótt og lét hann alveg í friði.

„Búi var hins vegar afar forvitinn um þennan loðna vin og sat gjarnan á bakinu á honum, hæstánægður.“

Viðtal við fósturfjölskyldu þrastarungans má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þrastarunginn Búi unir sér vel.
Þrastarunginn Búi unir sér vel.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert