Hleypur um og dansar við alla

Valdimar í stúdíói K100 í morgun
Valdimar í stúdíói K100 í morgun

„Ég fékk símtal frá Mörthu Nordal leikstjóra og hún spurði mig bara hvort ég væri til í að vera Eddie í Rocky Horror,“ sagði Valdimar í samtali við Sigga Gunnars á K100 á morgun. Valdimar sagði að þetta tækifæri, að verða leikari, væri of spennandi til þess að sleppa því. „Ég verð ekki með neinar línur, þetta er svolítið svona show stopper dæmi, kem og tek eitt lag og dansa við alla," segir Valdimar um hlutverkið. Þeir sem hafa séð Rocky Horror myndina þekkja karakterinn þar sem fjöllistamaðurinn Meat Loaf túlkaði hann. 

Sýningin verður frumsýnd í mars á næsta ári en hún verður stjörnum prýdd, áður hefur t.d. verið tilkynnt að Páll Óskar muni fara með hlutverk Frank N Further. Æfingar hefjast undir lok ársins. 

Annars er það að frétta af Valdimar að hann er að leggja aftur af stað í Reykjavíkurmaraþonið en hann mun hlaupa 10 km á morgun. Mun Valdimar hlaupa fyrir Bláan apríl og hægt er að heita á hann í gegnum hlaupastyrkur.is. 

Hér getur þú horft á viðtal Sigga Gunnars við Valdimar í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert