Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. ...
Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. Að sögn Nönnu er María hennar helsta hvatning til að vera góð fyrirmynd.

Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. DanceCenter hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29, en formleg opnun verður 2. september næstkomandi.

„Mér hefur alltaf þótt æskulýðsstarf vera fallegur og mikilvægur hlutur í íslensku samfélagi, sérstaklega í dag, þar sem ýmislegt má betur fara. Þetta er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á tvö börn sjálf.“ Þetta segir Nanna Ósk Jónsdóttir, stofnandi DanceCenter Reykjavík. Skólinn var stofnaður árið 2007 og hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29. Formleg opnun verður 2. september næstkomandi og verður mikið um dýrðir þar sem gestum og gangandi býðst að prufa fría tíma á meðan húsrúm leyfir. Nanna segir dans vera ákveðna hugleiðslu og hreyfingu sem allir geti notið.

Dans hefur forvarnargildi

„Það eru ýmsir hlutir þarna úti, viðhorf sem eru að brjóta ungmennin okkar niður, óheilbrigðar kröfur bæði til stúlkna og drengja. Dansinn fær okkur til að gleyma og um leið er hann hreyfing. Með því að læra spor lærirðu að treysta á sjálfan þig. Þetta er mikil útrás og gott fyrir sjálfstraustið. Dans finnst mér vera ofboðslega falleg leið til þess að ungmenni fái að njóta sín í sínum eigin heimi og það verður þá vonandi til þess að þau haldist frá einhverju öðru,“ segir Nanna. Hún leggur áherslu á mikilvægi dans í samskiptum kynjanna.

„Dansinn kennir einstaklingum að tjá sig og kynin læra að tala saman með hreyfingum án þess að það sé kynferðislegt. Gagnkvæm virðing er það sem samskiptin byggjast á og það lærir fólk meðal annars með dansi.“ Nanna er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður og því lék blaðamanni forvitni á að vita hvað dró hana að dansinum.

„Dansinn hefur verið ástríða mín alla tíð og er mín mesta gleði fyrir utan börnin mín. Ég fæddist með hreyfigetuna og gleðina í blóðinu svo hann hefur fylgt mér alla tíð, allt frá æskuárunum og í gegnum meðgönguna þegar ég gekk með dóttur mína. Og ég sé enga breytingu í kortunum. Ég verð þessi gráhærða krumpaða kella sem verður enn dansandi á meðan fæturnir geta borið hana,“ segir Nanna og hlær.

Dóttirin helsta hvatningin

DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og ...
DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og holl skemmtun fyrir alla.


Sem barn keppti Nanna í danskeppnum og landaði þar nokkrum Íslandsmeistaratitlum, bæði í einstaklings- og hópdansi. „Ungmenni sem lönduðu þessum titlum á sínum tíma urðu heilbrigðar fyrirmyndir á einni nóttu. Ég hef líka verið frekar fyrirferðarmikil í alls kyns dans- og leiklistarverkefnum, söngleikjum, Verzló og Eurovision, og hef mikið verið viðriðin æskulýðs- og forvarnarstarf,“ segir Nanna. Þegar hún varð ófrísk að dóttur sinni hafði hún rekið Dansskólann í fjölda ára.

„Ég fór að sjá fyrir mér fallega sýn um eitthvað sem við mæðgurnar gætum gert saman og myndi samræmast minni sýn á heilbrigði og gleði í dansinum. Eftir að dóttir mín fæddist var ég búin að vera með Dansskólann í um það bil 10 ár og var í fullri vinnu með þessu þannig að það fór svolítið að togast á. Ég hugsaði bara með mér að það væri þá alveg eins gott að sinna bara ástríðu sinni og slá tvær flugur í einu höggi; starfa við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og hafa dóttur mína með í þessu. Svo ég ákvað að einbeita mér alfarið að skólanum upp frá því og mun geta nýtt alla mína menntun og reynslu í rekstrinum,“ segir Nanna en hún gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Eins og fram hefur komið hefur DanceCenter Reykjavík komið sér fyrir á nýjum stað í hjarta Reykjavíkur. Þar er kenndur alls konar dans fyrir alla aldurshópa, allt frá 2-60 ára og fyrir alla, bæði þá sem hafa engan grunn í dansi og framhaldshópa. Enginn skortur er á faglegum kennurum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Húsnæðið sem við erum í heitir KristalHofið. Þar erum við með jóga og hugleiðslu og ýmislegt sem viðkemur huga og heilsu,“ segir Nanna, en að auki er boðið upp á fría tíma í zumba, ballett, hipphoppi og ýmsu öðru, ásamt því að haldnir eru ótal skemmtilegir viðburðir árið um kring.

Fyrirmyndir skipta miklu máli

Ég stofnaði þennan skóla á miðri meðgöngu og sé það fyrir mér að ef dóttir mín hefur gaman af þessu getur hún kannski tekið við af mér í framtíðinni. Þetta hefur byggt upp sjálfstraust margra. Að fara þessa leið til að styrkja fólk er gríðarlega mikilvægt og það gefur mér mikið að vera manneskja sem getur haft þau áhrif. Það er líka mikilvægt að hafa sterkar og heilbrigðar fyrirmyndir í þessu og það er enginn skortur á þeim hjá okkur.“

Á opna húsinu hinn 2. september verður haldið sérstakt dansfestival sem verður sögulegur viðburður. Að sögn Nönnu hefur aldrei fyrr í sögu landsins tekist að fá hingað til lands dómara og vinningshafa úr alþjóðlega virtum og þekktum dansþáttum eins og So You Think You Can Dance?, en sá þáttur er talinn hafa hafið danslistina til vegs og virðingar. „Fyrirmyndir eru í þessu samhengi gríðarlega mikilvægar og með því að fá þessi stóru nöfn til landsins, sem munu kenna Íslendingum í einn dag, fáum við fólk sem hvetur ungmennin okkar, foreldra og starfsstéttina hérlendis til að líta sér nær og skoða hvað við viljum að verði að leiðarljósi fyrir ungmenni. Allir græða á þessu; nemendur sýna meiri áhuga á dansinum og iðkuninni, foreldrar sjá heilbrigði hjá börnunum og við fáum nýjungar, sem við megum aldrei vera hrædd við,“ segir Nanna að lokum.

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Pennar
...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...