Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. ...
Nanna Ósk, stofnandi DanceCenter, er hér ásamt dóttur sinni Maríu. Að sögn Nönnu er María hennar helsta hvatning til að vera góð fyrirmynd.

Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. DanceCenter hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29, en formleg opnun verður 2. september næstkomandi.

„Mér hefur alltaf þótt æskulýðsstarf vera fallegur og mikilvægur hlutur í íslensku samfélagi, sérstaklega í dag, þar sem ýmislegt má betur fara. Þetta er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á tvö börn sjálf.“ Þetta segir Nanna Ósk Jónsdóttir, stofnandi DanceCenter Reykjavík. Skólinn var stofnaður árið 2007 og hefur nú flust í KristalHofið á Háteigsvegi 27-29. Formleg opnun verður 2. september næstkomandi og verður mikið um dýrðir þar sem gestum og gangandi býðst að prufa fría tíma á meðan húsrúm leyfir. Nanna segir dans vera ákveðna hugleiðslu og hreyfingu sem allir geti notið.

Dans hefur forvarnargildi

„Það eru ýmsir hlutir þarna úti, viðhorf sem eru að brjóta ungmennin okkar niður, óheilbrigðar kröfur bæði til stúlkna og drengja. Dansinn fær okkur til að gleyma og um leið er hann hreyfing. Með því að læra spor lærirðu að treysta á sjálfan þig. Þetta er mikil útrás og gott fyrir sjálfstraustið. Dans finnst mér vera ofboðslega falleg leið til þess að ungmenni fái að njóta sín í sínum eigin heimi og það verður þá vonandi til þess að þau haldist frá einhverju öðru,“ segir Nanna. Hún leggur áherslu á mikilvægi dans í samskiptum kynjanna.

„Dansinn kennir einstaklingum að tjá sig og kynin læra að tala saman með hreyfingum án þess að það sé kynferðislegt. Gagnkvæm virðing er það sem samskiptin byggjast á og það lærir fólk meðal annars með dansi.“ Nanna er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður og því lék blaðamanni forvitni á að vita hvað dró hana að dansinum.

„Dansinn hefur verið ástríða mín alla tíð og er mín mesta gleði fyrir utan börnin mín. Ég fæddist með hreyfigetuna og gleðina í blóðinu svo hann hefur fylgt mér alla tíð, allt frá æskuárunum og í gegnum meðgönguna þegar ég gekk með dóttur mína. Og ég sé enga breytingu í kortunum. Ég verð þessi gráhærða krumpaða kella sem verður enn dansandi á meðan fæturnir geta borið hana,“ segir Nanna og hlær.

Dóttirin helsta hvatningin

DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og ...
DanceCenter Reykjavík hefur notið gríðarlegra vinsælda enda dans góð og holl skemmtun fyrir alla.


Sem barn keppti Nanna í danskeppnum og landaði þar nokkrum Íslandsmeistaratitlum, bæði í einstaklings- og hópdansi. „Ungmenni sem lönduðu þessum titlum á sínum tíma urðu heilbrigðar fyrirmyndir á einni nóttu. Ég hef líka verið frekar fyrirferðarmikil í alls kyns dans- og leiklistarverkefnum, söngleikjum, Verzló og Eurovision, og hef mikið verið viðriðin æskulýðs- og forvarnarstarf,“ segir Nanna. Þegar hún varð ófrísk að dóttur sinni hafði hún rekið Dansskólann í fjölda ára.

„Ég fór að sjá fyrir mér fallega sýn um eitthvað sem við mæðgurnar gætum gert saman og myndi samræmast minni sýn á heilbrigði og gleði í dansinum. Eftir að dóttir mín fæddist var ég búin að vera með Dansskólann í um það bil 10 ár og var í fullri vinnu með þessu þannig að það fór svolítið að togast á. Ég hugsaði bara með mér að það væri þá alveg eins gott að sinna bara ástríðu sinni og slá tvær flugur í einu höggi; starfa við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og hafa dóttur mína með í þessu. Svo ég ákvað að einbeita mér alfarið að skólanum upp frá því og mun geta nýtt alla mína menntun og reynslu í rekstrinum,“ segir Nanna en hún gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Eins og fram hefur komið hefur DanceCenter Reykjavík komið sér fyrir á nýjum stað í hjarta Reykjavíkur. Þar er kenndur alls konar dans fyrir alla aldurshópa, allt frá 2-60 ára og fyrir alla, bæði þá sem hafa engan grunn í dansi og framhaldshópa. Enginn skortur er á faglegum kennurum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Húsnæðið sem við erum í heitir KristalHofið. Þar erum við með jóga og hugleiðslu og ýmislegt sem viðkemur huga og heilsu,“ segir Nanna, en að auki er boðið upp á fría tíma í zumba, ballett, hipphoppi og ýmsu öðru, ásamt því að haldnir eru ótal skemmtilegir viðburðir árið um kring.

Fyrirmyndir skipta miklu máli

Ég stofnaði þennan skóla á miðri meðgöngu og sé það fyrir mér að ef dóttir mín hefur gaman af þessu getur hún kannski tekið við af mér í framtíðinni. Þetta hefur byggt upp sjálfstraust margra. Að fara þessa leið til að styrkja fólk er gríðarlega mikilvægt og það gefur mér mikið að vera manneskja sem getur haft þau áhrif. Það er líka mikilvægt að hafa sterkar og heilbrigðar fyrirmyndir í þessu og það er enginn skortur á þeim hjá okkur.“

Á opna húsinu hinn 2. september verður haldið sérstakt dansfestival sem verður sögulegur viðburður. Að sögn Nönnu hefur aldrei fyrr í sögu landsins tekist að fá hingað til lands dómara og vinningshafa úr alþjóðlega virtum og þekktum dansþáttum eins og So You Think You Can Dance?, en sá þáttur er talinn hafa hafið danslistina til vegs og virðingar. „Fyrirmyndir eru í þessu samhengi gríðarlega mikilvægar og með því að fá þessi stóru nöfn til landsins, sem munu kenna Íslendingum í einn dag, fáum við fólk sem hvetur ungmennin okkar, foreldra og starfsstéttina hérlendis til að líta sér nær og skoða hvað við viljum að verði að leiðarljósi fyrir ungmenni. Allir græða á þessu; nemendur sýna meiri áhuga á dansinum og iðkuninni, foreldrar sjá heilbrigði hjá börnunum og við fáum nýjungar, sem við megum aldrei vera hrædd við,“ segir Nanna að lokum.

Innlent »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Suður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...