Neysluvatn í Atlavík uppfyllir ekki kröfur

Við Atlavík.
Við Atlavík. Halldór Kolbeins

Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.

Heilbrigðiseftirliti Austurlands var tilkynnt um leið og bilun varð í spenni 4. ágúst síðastliðinn og stendur viðgerð yfir. Um fjórar vikur tekur að fá nýjan spenni. Neysluvatnið í Atlavík er tekið úr læk og geislað með útfjólubláu ljósi til þess að eyða örverumengun í vatninu.

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir í Morgunblaðinu í dag, að eftirlitið hafi strax sent upplýsingar á íslensku og ensku til tjaldsvæðisins í Atlavík um að neysluvatn þar uppfyllti ekki kröfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert