Plakat frá Loftleiðum falt fyrir 65 þúsund krónur

Loftleiðavegegmyndin sem er til sölu.
Loftleiðavegegmyndin sem er til sölu.

Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur.

Seljandinn safnar plakötum og er með mikinn fjölda þeirra til sölu. Á plakatinu er fjögurra hreyfla flugvél Loftleiða auk merkis flugfélagsins og titils þess á ensku, „Icelandic Airlines“. Endar þess eru rifnir og sums staðar lagfærðir með límbandi. Einnig eru blettir á plakatinu, sem er 62 sentímetrar á breidd og 99 sentímetrar á hæð.

Hans Indriðason, starfsmaður Loftleiða til 53 ára sem sinnti m.a. starfi sölustjóra í Bandaríkjunum, segir að eflaust gangi margir munir safnara á milli. Hann nefnir að fyrir um tólf til þrettán árum hafi verið til sölu gamlar töskur merktar Loftleiðum. „Þetta er mikil baktería hjá sumum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert