Strekkings norðanátt á landinu í dag

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra.

Í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að veðrið muni svo fara skánandi  á morgun. Norðanáttin gangi þá smám saman niður og stytti upp víða fyrir norðan.

Þokkalegur hiti verður á landinu sunnanverðu og hiti víða 12 til 18 stig að deginum, en svalt fyrir norðan.

Vaxandi hæðarsvæði verður síðan yfir landinu á sunnudag og útlit fyrir að hæðin verði viðvarandi framan af næstu viku með tilheyrandi veðurblíðu í flestum landshlutum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert