Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

Einn ökumaður mældist á 167 km/klst við Kópasker í gær.
Einn ökumaður mældist á 167 km/klst við Kópasker í gær. mbl.is/Eggert

Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála eru á meðal mála sem komu inn á borð lögreglunnar. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook. 

Lögreglan lagði hald á um 200 grömm af kannabisefnum, búnað til framleiðslu á fíkniefnum og nokkrar kannabisplöntur.

Einn ökumaður mældist á hraðanum 167 km/klst skammt norðan við Kópasker en þar er leyfilegur hraði 90 km/klst. Ökumaðurinn var auk þess grunaður um að vera ölvaður undir stýri.

Lögreglan brýnir fyrir fólki að aka með gát. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert