Vöxtur á landsbyggðinni

Á Norðurlandi eystra mældis hagvöxtur 8%.
Á Norðurlandi eystra mældis hagvöxtur 8%.

Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að 3% uppsafnaður hagvöxtur mældist á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008 til 2015. Á sama tímabili mældist 6% uppsafnaður hagvöxtur utan þess.

Í skýrslunni kemur fram að framleiðsla hafi aukist mest á Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra, um 8%. Hagvöxtur á Vesturlandi jókst um 7% yfir tímabilið og Norðurlandi vestra um 3%. Á Austurlandi var vöxturinn hins vegar ekki nema 1% þrátt fyrir mesta framleiðslu á hvern mann. Á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman um 6%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert