Kennarar ræða aðgerðir með haustinu

Framhaldsskólanemar önnum kafnir.
Framhaldsskólanemar önnum kafnir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er ekkert því til fyrirstöðu að við förum bara að undirbúa aðgerðir og verðum klár í slaginn um mánaðamótin október/nóvember,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF).

Kjarasamningur FF rann út í október í fyrra en skv. samkomulagi sem þá var gert milli FF og samninganefndar ríkisins eru kennarar bundnir af friðarskyldu til októberloka á þessu ári, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðríður segir að breytingarnar sem gerðar voru á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sl. vetur til að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum markaði muni hafa áhrif á viðræðurnar. Samhliða þeim breytingum á að jafna launin á milli markaða, en því markmiði verður ekki náð á annan hátt en að laun opinberra starfsmanna hækki meira en laun á almennum markaði að sögn hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert