Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

Margir komu í Laugardalshöllina í gær til að sækja skráningargögn …
Margir komu í Laugardalshöllina í gær til að sækja skráningargögn fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

Meira en 14 þúsund manns munu taka þátt í hlaupinu í dag. 1.490 munu hlaupa heilt maraþon, 2.963 eru skráðir til leiks í hálfu maraþoni og 6.747 munu hlaupa tíu kílómetra. 1.835 taka þátt í skemmtiskokki og tæplega 1.200 í furðufatahlaupi Georgs.

Hlauparar í hálfu og heilu maraþoni verða ræstir kl. 8.40. 

 Aldrei áður hafa eins margir skráð sig til þátttöku í hálft maraþon og nú. Á meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni eru rúmlega 4.000 erlendir gestir frá 87 löndum. 

 Tekið verður á móti skráningum í hlaupið á meðan birgðir endast í Menntaskólanum í Reykjavík í dag frá kl.7 en skráning og afhending gagna fyrir þátttakendur í Furðufatahlaupi Georgs fer fram í tjaldi í suður enda Hljómskálagarðsins frá kl.12:30.

Hlauparar og áhorfendur eru hvattir til að mæta tímanlega í Lækjargötu og gera ráð fyrir að það taki lengri tíma að koma sér á staðinn vegna götulokanna og fjölmenni á svæðinu.

Áhugaverðir tenglar:

Dagskrá Reykjavíkurmaraþons

Úrslitaþjónusta

Lokanir á götum vegna maraþonsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert