Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

Hægt er að nota repjuolíu til að knýja vinnuvélar í …
Hægt er að nota repjuolíu til að knýja vinnuvélar í stað dísilolíu.

Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu.

Þetta kom fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Á meðal gesta nefndarinnar voru fulltrúar Umhverfisstofnunar, Landsnets, Hraunavina, sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka.

„Það var farið yfir stöðuna og ólík sjónarmið,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir menn hafa áhyggjur af því ef óhapp yrði við lagningu línunnar yfir vatnsverndarsvæðið, til dæmis ef olía færi niður í hraunið. „Sá möguleiki kom fram að nota repjuolíu í staðinn fyrir jarðolíu á tæki við framkvæmdina,“ sagði Valgerður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert