Hvers vegna var Birna myrt?

Fyrirhugað er að Thomas Møller Olsen mæti fyrir dóm á ...
Fyrirhugað er að Thomas Møller Olsen mæti fyrir dóm á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun, mánudaginn 21. ágúst, hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Fredrik Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas, sem er grænlenskur ríkisborgari fæddur árið 1987, er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum.

Birna fannst látin við Selvogsvita hinn 22. janúar eftir að hafa verið saknað í átta sólarhringa. Thomas hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu, en ákæruvaldið telur frásögn hans vera í hróplegu ósamræmi við sönnunargögn málsins.

Fyrirhugað er að Thomas muni mæta fyrir dóm á morgun og gefa skýrslu. 

Gera má ráð fyrir að leitað verði svara við spurningu sem hefur brunnið á þjóðinni frá því að örlög Birnu urðu ljós: Hvers vegna var Birna myrt?

Frétt mbl.is: Hvað hefur gerst frá handtöku Thomasar

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Af Facebook

Þjóðin stóð á öndinni

Birna Brjáns­dótt­ir hvarf aðfar­anótt laug­ar­dags­ins 14. janú­ar síðastliðins og sást henni síðast bregða fyr­ir í eft­ir­lits­mynda­vél­um í miðborg Reykja­vík­ur. Hafði hún verið að skemmta sér í hópi vina. Á mynda­vél­um sást einnig rauð Kia Rio bif­reið sem í ljós kom að skip­verj­ar á grænlenskum togara höfðu haft til umráða þessa nótt.

Sími Birnu tengdist nokkrum farsímamöstrum eftir að hún sást síðast á eftirlitsmyndavélinni, en síðast sást merki frá símanum í Hafnarfirði áður en slökkt var á honum.

Samstarfskona Birnu hafði samband við fjölskyldu hennar eftir að hún skilaði sér ekki til vinnu á laugardagsmorgun. Fjölskyldan hóf í kjölfarið óformlega leit sem ekki skilaði árangri. Lýst var fyrst eftir Birnu það sama kvöld og hófst þá rannsókn lögreglu. Notast var við eftirlitsmyndavélar til að rekja för hennar.

Á mánudeginum eftir það var leitarfólk frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallað út og hófst þá formleg leit að Birnu. Til að byrja með var leitað í miðbænum þar sem hún sást síðast á myndavélum, en fljótlega var leitinni beint að Hafnarfirði. Á þriðjudeginum fann sjálfboðaliði svartan Dr. Martens-skó eins og þann sem Birna hafði klæðst. Staðfest var að skórinn var af henni en taldi lögregla að honum hefði verið komið fyrir.

Umfangsmesta leit frá upphafi

Nærri 800 björg­un­ar­sveit­ar­menn, ásamt lög­reglu og starfs­mönn­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku þátt í leit að henni á víðfeðmu svæði sem teygði sig um allt suðvest­ur­horn lands­ins. Er um að ræða um­fangs­mestu leit sem Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg hef­ur ráðist í nokkru sinni. 

Al­menn­ing­ur lagði einnig sitt af mörk­um við leit­ina og segja má að þjóðin hafi staðið á öndinni á meðan Birnu var saknað. All­ir vonuðust eft­ir krafta­verki, að Birna myndi finn­ast á lífi.

Það var svo hinn 22. janúar sem þyrla Landhelgisgæslunnar fann Birnu látna við Selvogsvita. Í kjölfarið helltist áþreif­an­leg sorg yfir allt sam­fé­lagið, sem lamaðist við fréttirnar. Birna var fædd 28. nóv­em­ber árið 1996 og var því tví­tug að aldri þegar hún lést.

Eft­ir að lík Birnu fannst við Sel­vogs­vita héldu björg­un­ar­sveit­ar­menn áfram leit á svæðinu í þeirri von um að finna eig­ur Birnu eða eitt­hvað annað sem gæti varpað skýr­ara ljósi á at­b­urðarás­ina. Meðal ann­ars hvar henni hefði verið komið fyr­ir í sjó eða vatni. Sú leit bar hins veg­ar ekki ár­ang­ur.

Frétt mbl.is: Birna fannst lát­in við Sel­vogs­vita

Birna Brjánsdóttir sást á eftirlitsmyndavélum ganga upp Laugaveg kl. 5.25 ...
Birna Brjánsdóttir sást á eftirlitsmyndavélum ganga upp Laugaveg kl. 5.25 að morgni laugardagsins 14. janúar. Mynd úr eftirlitsmyndavél við Laugaveg

Heldur fram sakleysi sínu

Thomas Møller Ol­sen hefur verið í haldi lögreglu síðan 18. janúar þegar lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku hann og annan skipverja grænlenska togarans Polar Nanoq um borð í skipinu. Tóku sérsveitarmennirnir jafnframt yfir stjórn skipsins og var því siglt til Hafnarfjarðarhafnar. Mennirnir tveir voru í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, var látinn laus tveimur vikum síðar.

Mennirnir höfðu verið með Kia Rio-bifreiðina til umráða, og urðu þeir grunaðir í málinu eftir að blóð fannst í bílnum.

Ákæra var gef­in út á hend­ur Thom­asi hinn 30. mars síðastliðinn og var málið þing­fest í Héraðsdómi Reykja­ness hinn 10. apríl. Þar kom fram að Thom­as segðist sak­laus af því að hafa banað Birnu. Er hann einnig ákærður fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, en hann á að hafa reynt að smygla rúm­lega 23 kíló­um af kanna­bis­efn­um, sem hann hafði komið fyr­ir í klefa sín­um í Pol­ar Nanoq. Hann sagðist jafn­ramt sak­laus af þeim ákæru­lið. Þá hafnaði hann bóta­kröfu for­eldra Birnu upp á 10,5 millj­ón­ir fyr­ir hvort þeirra.

Eft­ir að ákæra var gef­in út á hend­ur Thom­asi var rann­sókn á Nikolaj hætt. Var hann ekki leng­ur grunaður um aðild að verknaðnum og laus allra mála. Nikolaj mun mæta fyrir dóm á morgun og gefa skýrslu sem vitni.

Frétt mbl.is: Ákærður fyr­ir að hafa banað Birnu

Kia Rio bifreiðin.
Kia Rio bifreiðin.

Var á lífi þegar henni var varpað í sjó

Thom­as er ákærður fyr­ir mann­dráp, með því að hafa að morgni laug­ar­dags­ins 14. janú­ar, svipt Birnu lífi, að því er fram kemur í ákær­unni. Þar kem­ur fram að Thomas hafi veist að henni með of­beldi í rauðri Kia Rio-bif­reið sem lagt var ná­lægt flot­kví í Hafn­ar­fjarðar­höfn, eða á öðrum óþekkt­um stað.

Hann „sló hana ít­rekað í and­lit og höfuð, tók hana kverka­taki og herti kröft­ug­lega að hálsi henn­ar og í fram­hald­inu, á óþekkt­um stað, varpaði ákærði Birnu í sjó eða vatn, allt með þeim af­leiðing­um að Birna hlaut punkt­blæðing­ar í augn­lok­um, táru og glæru augn­lok­anna og inn­an­vert höfuðleður, þrýst­ings­áverka á hálsi, þar á meðal brot á vinstra efra horn skjald­kirt­ils­brjósts, nef­brot, marga höggá­verka í and­liti og á höfuð og drukknaði,“ seg­ir í ákær­unni. Birna var því með lífs­marki þegar henni var varpað í sjó.

Brotið er talið varða við 211. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, en refs­ing við slíku broti er að lág­marki fimm ára fang­elsis­vist.

Thomas var sam­tals í ein­angr­un á Litla-Hrauni í sex vik­ur en var svo flutt­ur í fang­elsið á Hólms­heiði af ör­ygg­is­ástæðum og þótti þá ekki leng­ur þörf á að hann sætti ein­angr­un. Gæslu­v­arðhaldi var hins veg­ar fram­haldið.

Við rannsókn málsins sagði lögregla að ekk­ert benti til þess að Birna hefði átt í sam­skipt­um við menn­ina fyrr um kvöldið, þ.e. áður en hún fór upp í bíl­inn, lík­lega við hús nr. 31 við Lauga­veg. Ljóst þætti að þau hefðu ekki þekkst eða verið í sam­skipt­um áður.

Leitin að Birnu teygði sig um allt suðvest­ur­horn lands­ins.
Leitin að Birnu teygði sig um allt suðvest­ur­horn lands­ins. Kort/mbl.is

„Ætli þeir séu komn­ir til að sækja mig?“

Málið var þingfest hinn 10. apríl síðastliðinn, en þá lýsti Thomas yfir sakleysi sínu. Fyrirhugað var svo að hefja aðalmeðferð málsins hinn 18. júlí og átti Thomas þá að gefa skýrslu. Þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræðings lá hins vegar ekki fyrir var þinghaldinu frestað og Thomas mætti ekki fyrir dóminn.

Fyrirtaka í málinu fór engu að síður fram þann dag, 18. júlí, og voru þá teknar skýrslur af sjö skipverjum Polar Nanoq. Sögðust þeir þekkja Thomas að góðu einu, og sögðu málið koma sér í opna skjöldu. Þeir greindu hins vegar frá því að það hafi vakið grun þeirra þegar Thomas fékk send skilaboð vegna málsins.

Annars vegar var um að ræða skilaboð frá íslenskum blaðamanni vegna málsins, og hins vegar frá kærustunni hans í Grænlandi. Í þeim stóð: „Þú ert kannski grunaður um þetta.“

Sögðu skipverjarnir að ekki hefði borið á neinu einkennilegu í fari Thomasar þegar skipið hélt úr höfn í Hafnarfirði. Þegar skip­inu hefði verið snúið til hafn­ar hafi ástand Thomasar hins vegar versnað sí­fellt; hann hefði verið tauga­óstyrk­ur og neitað öll­um boðum um mat. Skipverjarnir hefðu ákveðið að ljúga því að honum að skipinu hefði verið snúið við vegna vélarbilunar, og slökkt var í kjölfarið á netinu um borð í skipinu.

Thom­as hefði þá spurt einn skipverjanna: „Ætli þeir séu komn­ir til að sækja mig?“ þegar lög­regl­an hefði komið um borð.

Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness þar sem skýrslur voru ...
Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness þar sem skýrslur voru teknar af þeim. mbl.is/Ófeigur

Sagði tvær stúlkur hafa verið með í bílnum

Fyrsti stýri­maður á Pol­ar Nanoq sagði Thom­as hafa sagt að tvær stúlk­ur hefðu verið með hon­um og Ni­kolaj í bíln­um aðfaranótt laug­ar­dags­ins 14. janú­ar.

Stýri­maður­inn sagði frá­sögn Thomas­ar og fé­laga hans Ni­kolaj hafa tekið ein­hverj­um breyt­ing­um eft­ir því sem á leið, en rætt hefði verið ým­ist um eina stúlku eða tvær í bíln­um með þeim þessa nótt. Thom­as hefði hins veg­ar sagst hafa ekið tveim­ur stúlk­um í versl­un Krón­unn­ar.

Þá sagði skipstjóri skipsins við vitnaleiðslur að hann hefði sagt við Thom­as að hann hefði ekk­ert að ótt­ast ef hann hefði ekki gert neitt af sér. Thom­as hefði þá sagst ekk­ert rangt hafa gert.

Sagði hann fjöl­miðla sí­fellt hafa hringt í skipið. Eitt sinn hefði hann tekið upp tólið en þá hefði yf­ir­lög­regluþjónn verið á lín­unni. Lög­reglumaður­inn hefði spurt þriggja spurn­inga, hvort vopn væru um borð, hversu langt þeir ættu eft­ir í land og loks hvar þeir myndu koma að landi. Var hon­um þá tjáð að lög­regl­an myndi koma til skips­ins, vopnuð um borð í þyrlu.

Síðar hefði lög­regla komið um borð, hand­tekið Thom­as og Ni­kolaj og fært þá hvorn í sína ká­et­una. Hann hefði þá af­hent lög­regl­unni úlpu Thomas­ar dag­inn eft­ir að skipið kom til hafn­ar.

Meðal þess sem fannst í skipinu voru skilríki Birnu.

Polar Nanoq Skipið sneri aftur til Íslands að beiðni íslensku ...
Polar Nanoq Skipið sneri aftur til Íslands að beiðni íslensku lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blóð úr Birnu á fötum Thomasar

Við þing­fest­ing­una hinn 10. apríl óskaði verj­andi Thom­asar eft­ir tíma til að fara yfir gögn máls­ins og var þing­haldi því frestað til 25. apríl. En sak­sókn­ari máls­ins skilaði meðal ann­ars inn geðheil­brigðis­vott­orði og viðbót­ar­göngn­um vegna notk­un­ar síma sem er meðal gagna máls­ins.

Við fyr­ir­töku hinn 25. apríl óskaði verj­andi ákærða eft­ir viðbótar­fresti til að klára yf­ir­ferð gagna. Þá fór ákæru­valdið fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald. Í úr­sk­urðinum kom fram að mikið af blóði úr Birnu hefði fund­ist á úlpu Thom­asar og á öðrum föt­um hans. Þá fund­ust þekju­fr­um­ur úr Thom­asi og Birnu á skóm henn­ar við höfn­ina í Hafnar­f­irði, sem fund­ust hinn 16. janú­ar. Lög­regl­an var full­viss um að þeim hefði verið komið þar fyr­ir í þeim til­gangi að villa um fyr­ir lög­regl­unni, en það voru sjálf­boðaliðar sem tóku þátt í leit­inni að Birnu sem fundu skóna.

Hinn 9. maí fór fram önn­ur fyr­ir­taka í mál­inu. Þar lagði ákæru­valdið fram viðbót­ar­grein­ar­gerð vegna staðsetn­ingar síma­núm­ers Thomasar og verj­andi hans lagði fram tvær mats­beiðnir. Ann­ars veg­ar varðandi fimm spurn­ing­ar fyr­ir rétt­ar­meina­fræðing og hins veg­ar tvær spurn­ing­ar fyr­ir bæklun­ar­lækni.

Erfitt að finna réttarmeinafræðing til verksins

Við fyr­ir­töku hinn 16. maí lagði ákæru­valdið svo fram viðbót­ar­grein­ar­gerð vegna notk­un­ar á sím­um og af­rit af græn­lensku saka­vott­orði ákærða, sem átti eft­ir að þýða yfir á ís­lensku.

Þá var dóm­kvadd­ur bæklun­ar­lækn­ir, Ragn­ar Jóns­son, feng­inn til að meta Thom­as og hvort hann hefði verið fær um að fremja verknaðinn sem hon­um er gefið að sök að hafa framið. Þá hafði enn ekki feng­ist rétt­ar­meina­fræðing­ur til að taka málið að sér. Bundn­ar voru von­ir við að sænsk­ur rétt­ar­meina­fræðing­ur kæmi til aðstoðar, en það gekk ekki eft­ir.

Viku síðar, eða hinn 23. maí, hafði þýski rétt­ar­meina­fræðing­ur­inn Urs Oli­ver Wies­brock, feng­ist til að taka málið að sér. Gert var ráð fyr­ir því að hann yrði bú­inn að svara spurn­ing­um sem fyr­ir hann voru lagðar, fyr­ir 27. júní, en það gekk ekki eft­ir.

Fyrirhugað er að Wiesbrock gefi skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og kynni niðurstöður sínar.

Við fyr­ir­töku í mál­inu hinn 7. júní krafðist verj­andi Thomas­ar þess að fá af­hent farsíma­gögn fyr­ir tíma­bilið 14. janú­ar, klukk­an 06.00, til 15. janú­ar, klukk­an 06.00. Um er að ræða gögn úr farsíma­möstr­um sem staðsett eru við Suður­strand­ar­veg, m.a. við Strand­ar­kirkju.

Kröf­unni var mót­mælt af hálfu ákæru­valds­ins, sem sagði hana ber­sýni­lega þarf­lausa. Dóm­ari í mál­inu sagði að þar sem gögn­in væru varðveitt hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um myndi hann boða þau fyr­ir­tæki fyr­ir dóm þar sem kraf­an yrði tek­in sér­stak­lega fyr­ir. Frestaði hann þing­haldi til fimmtu­dags­ins 15. júní, en frestaðist fyr­ir­tak­an til 16. júní. 

Blaðamannafundur vegna málsins í janúar.
Blaðamannafundur vegna málsins í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átti að meta lengd tímas sem lík Birnu var í sjónum

Þá kom fram að meðal þeirra gagna sem lögð hefðu verið fram í mál­inu af hálfu ákæru­valds­ins væri gæðamat tækni­deild­ar á fingra­för­um. Verj­andi Thomasar lagði á sama tíma fram sam­an­tekt fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um málið og um tíu ljós­mynd­ir. Hann féll jafn­framt frá kröfu um af­hend­ingu farsíma­gagna, þangað til frek­ari gagna hefði verið aflað. 

Við síðustu fyr­ir­töku var lögð fram mats­gerð Ragn­ars Jóns­son­ar bæklun­ar­lækn­is sem svara átti tveim­ur spurn­ing­um.

Sjötta spurn­ing­in var einnig lögð fyr­ir þýska rétt­ar­meina­fræðing­inn Urs Oli­ver Wies­brock, en til viðbót­ar við fyrri fimm spurn­ing­ar var hon­um falið að meta hversu lengi lík­ami Birnu hefði verið í sjó þegar hann fannst.

Fjölmörg vitni verða leidd fyrir dóm á morgun, þar á meðal skipverjar Polar Nanoq og íslenskir lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins. Á þriðjudag halda vitnaleiðslur áfram og mun Urs Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður í málinu, kynna niðurstöður sínar, en honum var gert að svara nokkrum spurningum. Þá lýkur skýrslutökum fyrir dómi á föstudag þegar annar réttarmeinafræðingur, geðlæknir, lögreglumaður og vitni gefa skýrslur.

Frá útför Birnu Brjánsdóttur.
Frá útför Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Armbönd
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...