824 bíða stúdentaíbúða

Oddagarðar FS eru með 1.200 leigueiningar til ráðstöfunar.
Oddagarðar FS eru með 1.200 leigueiningar til ráðstöfunar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.

Um 1.200 leigueiningar eru til úthlutunar og geta hýst um 1.800 einstaklinga. 1.650 sóttu um leigu hjá FS og fengu 758 þeirra endurúthlutað leigueiningu sem þeir bjuggu áður í. 261 plássi var úthlutað nýjum leigjendum.

Í desember á síðasta ári voru 102 nýjar stúdentaíbúðir teknar í notkun og standa þær við Brautarholt, að því er fram kemur í umfjöllun um húsnæðismál stúdenta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert