Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

Thomas Møller Olsen þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjaness í …
Thomas Møller Olsen þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjaness í morgun í fylgd lögreglumanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun.

Búist er þá við að aðalmeðferðin hefjist í dag á skýrslugjöf Thomasar, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að aðalmeðferðin muni fara fram á fimm tungumálum - íslensku, ensku, dönsku, þýsku og grænlensku. Því er þörf fjögurra túlka sem þýtt geta vitnisburði úr hinum tungumálunum fjórum skilmerkilega yfir á íslensku.

Thom­as, sem er græn­lensk­ur rík­is­borg­ari fædd­ur árið 1987, er ákærður fyr­ir að hafa ráðið Birnu Brjáns­dótt­ur bana í janú­ar síðastliðnum.

Birna fannst lát­in við Sel­vogs­vita hinn 22. janú­ar eft­ir að hafa verið saknað í átta sól­ar­hringa. Thom­as hef­ur frá upp­hafi haldið fram sak­leysi sínu, en ákæru­valdið tel­ur frá­sögn hans vera í hróp­legu ósam­ræmi við sönn­un­ar­gögn máls­ins.

Umfjöllun mbl.is í beinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert