Kennaraskortur er yfirvofandi

Kennarar á baráttufundi.
Kennarar á baráttufundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það ljóst að þre- eða fjórföldun á aðsókn í kennaranám myndi ekki duga til þess að mæta fækkun kennara á næstu árum. Ástæðan sé sú að meðalaldur kennara sé kominn hátt í fimmtugt.

Ólafur segir að fimm þúsund kennarar sinni öðrum störfum en kennslu sem stendur. „Það er eiginlega stærsta vandamálið í bili. Annars vegar að ná í þetta fólk og líka að halda þeim sem eru að störfum,“ segir Ólafur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert