Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

Frá grillveislunni í Reykjanesbæ.
Frá grillveislunni í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Hannes Friðriksson

Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur.

„Við frestuðum því að koma ofninum í gang til þess að tryggja að það væri allt klárt. Við vildum líka leyfa starfsfólki okkar að hvíla sig. Hugsanlega verður ofninn settur í gang í dag eða á morgun,“ sagði Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Víkurfréttir birtu á laugardag mynd af grillveislu í Reykjanesbæ þar sem gestir voru með andlitsgrímur vegna ólyktar sem þau telja að komi frá Kísilmálmverksmiðjunni. Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, segist hafa verið með matarboð og gesti úr Reykjavík. Þau hafi fundi slæma lykt öðru hvoru. Það hafi komið í bylgjum. Þegar versta kastið kom hafi gestirnir sett upp maska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert