Messað í nýju safnaðarheimili

Fjölmenni mætti í fyrstu messu í nýju húsnæði kirkjunnar.
Fjölmenni mætti í fyrstu messu í nýju húsnæði kirkjunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær.

Starfið hófst með messu þar sem á annað hundrað kirkjugestir mættu. Kirkjan verður vígð 8. október að viðstöddum biskupi Íslands.

„Það má segja að starfið hafi farið af stað með trukki,“ segir Kjartan Jónsson sóknarprestur sem var í skýjunum að eigin sögn eftir messuna. „Plássið, hljómurinn, dýptin í tónlistinni og kirkjugestir úr ólíkum áttum gerðu daginn góðan.“ Kjartan segir í Morgunblaðinu í dag, að nú sé tækifærið til þess að koma að fleiri góðum verkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert