„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar ...
Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina.

Arnar kom í mark á tímanum 2:28:17 sem er besti tími Íslendings í maraþoninu sem og nýtt persónulegt met Arnars en með sigrinum nældi hann sér jafnframt í Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni. Arnar tryggði sér nokkuð öruggan sigur en í öðru sæti hafnaði Svíinn Patrik Eklund sem kom í mark rétt rúmum 11 mínútum á eftir Arnari. Hann segir lykilinn að velgengninni meðal annars felast í því að detta af og til úr formi til að geta unnið sig aftur upp.

„Íslenskt logn“ og sól í augun

Spurður um aðstæður í hlaupinu á laugardaginn segir Arnar þær hafa verið með besta móti miðað við það sem gengur og gerist á Íslandi.

„Eins og maður kallar það í hlaupum þá var íslenskt logn sem eru svona 2-3 metrar á sekúndu, það einhvern veginn dettur aldrei alveg niður hérna. Síðan var hitastigið mjög fínt en það er betra að hafa ekki sólina skínandi í andlitið á þér í tvo og hálfan tíma en það gerði þetta bara skemmtilegra, meiri stemning og fleira fólk sem kom út að hvetja þannig að þetta var bara eiginlega eins gott og það verður á Íslandi,“ segir Arnar.

Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.
Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar hefur átt góðu gengi fagna í Reykjavíkurmaraþoninu en síðan hann byrjaði að keppa hefur hann nælt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla og árið 2012 sigraði hann einnig í heildarkeppninni á tímanum 2:41:06. 

„Síðan þá hefur þetta gengið misvel seinustu ár. Ég hef þurft að hætta tvisvar og í fyrra var ég í öðru sæti þannig að það var alveg extra gaman að vinna í ár og bæta sig um eitt sæti og tíminn var algjör bónus,“ segir Arnar.

Á verðlaunapall í fyrsta maraþoninu

Arnar hljóp sitt fyrsta maraþon um leið og hann hafði aldur til 18 ára gamall og hafnaði þá í öðru sæti þrátt fyrir að hafa aldrei æft hlaup sérstaklega. Efasemdaraddir voru þá uppi um hvort hann hefði raunverulega hlaupið rétta leið en síðan þá hefur Arnar lent í alls konar uppákomum í keppnum.

„Ég hef verið ansi óheppinn og lent í ansi skrítnum aðstæðum vægast sagt. Þetta reyndar byrjaði bara í rauninni í fyrsta hlaupinu sem ég hljóp þegar ég var 18 ára,“ segir Arnar og hlær.

„Ég ákvað bara að hlaupa þetta til að geta tékkað það af listanum, að geta sagt að maður hefði hlaupið maraþon, bara að hafa gaman af þessu, æfði ekki neitt fyrir þetta og var bara í körfubolta og það endaði með því að ég var annar af Íslendingunum og bætti eitthvert met í undir 20 ára og ég vissi ekkert hvað ég var að gera í rauninni,“ bætir hann við.

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir það skapaðist umræða um að Arnar hefði hugsanlega ekki hlaupið réttu leiðina þar sem tímamælingin hafði klikkað á einum eða tveimur stöðum í hlaupinu en annar hlaupari gar vottað fyrir að Arnar hefði hlaupið rétta leið.

Ýmsar uppákomur allt frá fyrsta hlaupi

Þá var Arnar kærður fyrir svindl í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014 en var sýknaður eftir að yfirdómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að um svindl væri að ræða. Loks var sigurinn dæmdur af Arnari í víðavangshlaupi ÍR árið 2015 sem rekja má til mistaka við brautarvörslu að sögn Arnars.

„Þannig að þetta byrjaði eiginlega alveg í fyrsta hlaupi. Þetta er allt búið að vera mjög óvart og óviljandi og ég einhvern veginn lendi í þessu,“ segir Arnar. Aðspurður segir hann þó engar athugasemdir hafa verið gerðar í ár og sigur hans í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 því ótvíræður.

Þarf að detta úr formi til að byggja sig aftur upp

Næsta hlaup á dagskrá hjá Arnari er að öllum líkindum Hleðsluhlaupið sem fer fram á fimmtudaginn og einhver fleiri hlaup hérlendis í sumar. Á næsta ári stefnir Arnar svo á að taka þátt í fleiri og stærri mótum erlendis.

„Eftir næstu helgi þá kannski tekur maður svona 10 daga hvíld þar sem maður hleypur ekki neitt. Það er mjög mikilvægt að detta einmitt úr formi til þess að geta byggt sig aftur upp í form. Það er nefnilega tækni sem menn eru oft mjög hræddir við að gera, að leyfa líkamanum að detta alveg úr formi,“ segir Arnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...