„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar ...
Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina.

Arnar kom í mark á tímanum 2:28:17 sem er besti tími Íslendings í maraþoninu sem og nýtt persónulegt met Arnars en með sigrinum nældi hann sér jafnframt í Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni. Arnar tryggði sér nokkuð öruggan sigur en í öðru sæti hafnaði Svíinn Patrik Eklund sem kom í mark rétt rúmum 11 mínútum á eftir Arnari. Hann segir lykilinn að velgengninni meðal annars felast í því að detta af og til úr formi til að geta unnið sig aftur upp.

„Íslenskt logn“ og sól í augun

Spurður um aðstæður í hlaupinu á laugardaginn segir Arnar þær hafa verið með besta móti miðað við það sem gengur og gerist á Íslandi.

„Eins og maður kallar það í hlaupum þá var íslenskt logn sem eru svona 2-3 metrar á sekúndu, það einhvern veginn dettur aldrei alveg niður hérna. Síðan var hitastigið mjög fínt en það er betra að hafa ekki sólina skínandi í andlitið á þér í tvo og hálfan tíma en það gerði þetta bara skemmtilegra, meiri stemning og fleira fólk sem kom út að hvetja þannig að þetta var bara eiginlega eins gott og það verður á Íslandi,“ segir Arnar.

Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.
Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar hefur átt góðu gengi fagna í Reykjavíkurmaraþoninu en síðan hann byrjaði að keppa hefur hann nælt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla og árið 2012 sigraði hann einnig í heildarkeppninni á tímanum 2:41:06. 

„Síðan þá hefur þetta gengið misvel seinustu ár. Ég hef þurft að hætta tvisvar og í fyrra var ég í öðru sæti þannig að það var alveg extra gaman að vinna í ár og bæta sig um eitt sæti og tíminn var algjör bónus,“ segir Arnar.

Á verðlaunapall í fyrsta maraþoninu

Arnar hljóp sitt fyrsta maraþon um leið og hann hafði aldur til 18 ára gamall og hafnaði þá í öðru sæti þrátt fyrir að hafa aldrei æft hlaup sérstaklega. Efasemdaraddir voru þá uppi um hvort hann hefði raunverulega hlaupið rétta leið en síðan þá hefur Arnar lent í alls konar uppákomum í keppnum.

„Ég hef verið ansi óheppinn og lent í ansi skrítnum aðstæðum vægast sagt. Þetta reyndar byrjaði bara í rauninni í fyrsta hlaupinu sem ég hljóp þegar ég var 18 ára,“ segir Arnar og hlær.

„Ég ákvað bara að hlaupa þetta til að geta tékkað það af listanum, að geta sagt að maður hefði hlaupið maraþon, bara að hafa gaman af þessu, æfði ekki neitt fyrir þetta og var bara í körfubolta og það endaði með því að ég var annar af Íslendingunum og bætti eitthvert met í undir 20 ára og ég vissi ekkert hvað ég var að gera í rauninni,“ bætir hann við.

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir það skapaðist umræða um að Arnar hefði hugsanlega ekki hlaupið réttu leiðina þar sem tímamælingin hafði klikkað á einum eða tveimur stöðum í hlaupinu en annar hlaupari gar vottað fyrir að Arnar hefði hlaupið rétta leið.

Ýmsar uppákomur allt frá fyrsta hlaupi

Þá var Arnar kærður fyrir svindl í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014 en var sýknaður eftir að yfirdómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að um svindl væri að ræða. Loks var sigurinn dæmdur af Arnari í víðavangshlaupi ÍR árið 2015 sem rekja má til mistaka við brautarvörslu að sögn Arnars.

„Þannig að þetta byrjaði eiginlega alveg í fyrsta hlaupi. Þetta er allt búið að vera mjög óvart og óviljandi og ég einhvern veginn lendi í þessu,“ segir Arnar. Aðspurður segir hann þó engar athugasemdir hafa verið gerðar í ár og sigur hans í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 því ótvíræður.

Þarf að detta úr formi til að byggja sig aftur upp

Næsta hlaup á dagskrá hjá Arnari er að öllum líkindum Hleðsluhlaupið sem fer fram á fimmtudaginn og einhver fleiri hlaup hérlendis í sumar. Á næsta ári stefnir Arnar svo á að taka þátt í fleiri og stærri mótum erlendis.

„Eftir næstu helgi þá kannski tekur maður svona 10 daga hvíld þar sem maður hleypur ekki neitt. Það er mjög mikilvægt að detta einmitt úr formi til þess að geta byggt sig aftur upp í form. Það er nefnilega tækni sem menn eru oft mjög hræddir við að gera, að leyfa líkamanum að detta alveg úr formi,“ segir Arnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sherlock er rúmlega eins árs og sást sí
Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. Nóvember um svona 6 leitið. Hann...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...