Uppfylla ekki lagaskyldu

Eitthvað virðist valda því að sveitarfélög trassa brunavarnaáætlanir.
Eitthvað virðist valda því að sveitarfélög trassa brunavarnaáætlanir. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Einungis eru samþykktar brunavarnaáætlanir í gildi í 25 sveitarfélögum landsins, en ellefu slökkvilið með starfssvæði í 22 sveitarfélögum hafi ekki lokið við gert brunavarnaáætlana. Þetta kemur fram í svari Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Í svari ráðherra segir enn fremur að brunavarnaáætlanir hafi víða ekki verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti, eins og lög um brunavarnir kveða á um. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag segir segir Björn þetta alvarlegt mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert