Neytendur og bændur 100% flott hjónaband

Baldvin segir mikilvægt að selja upprunavottaðar vörur til útlanda til ...
Baldvin segir mikilvægt að selja upprunavottaðar vörur til útlanda til að fá sem hæst verð. mbl.is/Árni Torfason

„Það er eitthvert tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp. Það þarf Costco til að bjóða nákvæmlega eins.“

Þetta segir Baldvin Jónsson, sem unnið hefur að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum um árabil, í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir afturhaldssemi Íslendinga þegar kemur að framsetningu á íslensku lambakjöti sem söluvöru í verslunum og bendir á að framsetning Costco á kjötinu sé til fyrirmyndar og mun meira aðlaðandi. Whole Foods hefur selt íslensk lambakjöt í verslunum sínum í Bandaríkjunum í fjölda ára og hefur fengið það unnið og skorið frá Íslandi. Costco nýtir sér sama framleiðanda og Whole Foods, að sögn Baldvins.

Íslendingar verða alltaf bestu viðskiptavinir bænda

Hann vakti fyrst athygli á málinu á Facebook-síðu sinni sem innleggi umræðu um þann vanda sem nú steðjar að sauðfjárbændum vegna fyrirhugaðrar lækkunar á afurðarverði í haust. Hann segir umræðuna vera á fullkomnum villigötum. Útlit er fyrir að um 1.300 tonn af lambakjöti verði til 1. september, sem er um 700 tonnum meira en æskilegt er. Er þetta að gerast þrátt fyrir að sala á lambakjöti innanlands hafi gengið vel. Sala á erlendum mörkuðum hefur hins vegar dregist saman.

Í færslunni skrifaði Baldvin meðal annars: „Allir framleiðendur og allar verslanir hefðu fyrir mörgum árum átt að bjóða svona skurð á kjöti fyrir Íslendinga sem eru og verða ávallt bestu viðskiptavinir bænda.“ Vísar Baldvin þar til íslenska lambakjötsins sem nú er hægt að kaupa í Costco.

Baldvin segir þennan skurð á lambakjöti mun betri heldur en ...
Baldvin segir þennan skurð á lambakjöti mun betri heldur en þann sem tíðkast almennt hér á landi. Mynd/Baldvin Jónsson

Baldvin segir mikilvægt að bregðast við breyttum neysluvenjum og neyslumynstri Íslendinga sem kalli eftir nýjungum á þessi sviði líkt og öðrum. „Það er mikið „trend“ hjá ungu fólki að kaupa akkúrat það sem ætlar að borða. Það er á móti matarsóun og vill minni pakkningar. Þetta sjáum við í þessum litlu sætu búðum þar sem eigendurnir eru sjálfir að afreiða, eins og í Kjöt og fisk, Borðinu og Búrinu. Þessar búðir eru að spretta eins og gorkúlur. Ungt fólk í dag er miklu meðvitaðra um lífsins gæði. Það er vitundarvakning um samfélagslega ábyrgð sem er stór þáttur í þessu öllu saman.“

Selja á ferskt upprunavottað kjöt til útlanda 

Baldvin telur einnig mikilvægt að gera breytingar í áherslum hvað varðar utanlandsmarkaðinn. Það eigi að einblína á að selja ferskt upprunavottað lambakjöt til útlanda sem árstíðarbundna vöru í takmörkuðu magni, í tvo til þrjá mánuði á ári. Frysta kjötið vill hann frekar fá á innanlandsmarkað.

„Ég er búin að vera að tala um þessi mál samfleytt í 15 ára og ég er ekkert að finna upp hjólið. Það er búið að sýna fram á að það skilar sér betur að hafa upprunavottaðar afurðir sem uppfylla skilyrði sælkeraverslana eins og Whole Foods. Þegar við erum með takmarkaðar auðlindir þá hljótum við að vilja fá sem mest verðmæti inn. Það er miklu meiri samkeppni á lágvörumarkaði og það er alltaf verið að tala um heimsmarkaðsverð, en við þurfum að fá hærra verð. Til að ná því er ekki nóg að segja að íslenskar landbúnaðarvörur séu ferskar og góðar. Það þarf að fá staðfestingu á því frá þriðja aðila,“ segir Baldvin og vísar þar til upprunavottunar.

Hann segir líka vanta samstöðu á milli landbúnaðar og sjávarútvegs, enda sé í báðum tilfellum um matvælagreinar að ræða. „Margfeldisáhrifin af því að vinna saman á erlendum mörkuðum liggja alveg í augum uppi. Í dag eru allt of margir höfðingjar og allt of fáir indjánar.“

Skattgreiðendur fjárfesti í landbúnaði 

Baldvin segir umræðuna um að bændur séu að fá ölmusu fá skattgreiðendum orðna mjög þreytta. Hann er þreyttur á að skattgreiðendur bölvi því að þurfa að styrkja bændur. „Þetta er svo leiðinleg umræða. Neytendur og bændur eru 100% flott hjónaband. Þeir eiga svo margt sameiginlegt. Í staðinn fyrir að tala um búvörusamning, sem fólk einfaldlega skilur ekki, þá er nær að reyna að breyta hugarfari og segja að íslenskir skattgreiðendur ætli að fjárfesta í íslenskum landbúnaði. Þetta á vera fjárfestingarsamningur en ekki búvörusamningur sem kemur lengst aftur úr fornöld. Bændur fá þá borgað fyrir að viðhalda kindastofni sem er hvergi annar staðar til í heiminum og neytendur njóta góðs af.“

mbl.is

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...