Áverkar á Thomasi vegna mótspyrnu?

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áverkar sem Thomas Møller Ol­sen var með á bringu við handtöku fimm dögum eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur gætu hafa verið merki um mótspyrnu við árás. Þetta sagði Urs Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu bana í janúar sl.

Wiesbrock lýsti áverkum á líkama Birnu, Thomasi og Nikolaj og fór ítarlega yfir niðurstöður sínar fyrir dómnum í dag en honum var gert að svara sex spurningum í málinu. Sagði hann meðal annars að áverkar á líkama Thomasar gætu verið vegna mótspyrnu, en áverkar sem Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen var með á vinstri hendi hefðu líklega verið yngri en fimm daga. Voru Thomas og Nikolaj báðir handteknir fimm dögum eftir hvarf Birnu.

Thomas snökti í læknisskoðun

Þá sagði Sveinn Magnússon læknir sem einnig bar vitni um áverka á Thomasi og Nikolaj að hann teldi áverkana á bringu Thomasar hafa verið 4-6 daga gamla þegar hann fékk brotaþola í læknismat. 

Þá sagði hann Thomas hafa snökt í læknisskoðuninni og verið afar auman. „Ástandið á honum var sveiflukennt, hann byrjaði gjarnan að snökta og gráta þegar ég þurfti að setja sýnin til hliðar og snéri mér frá honum, en herti sig upp þegar ég snéri mér aftur að honum,” sagði Sveinn.

Spurður um Nikolaj sagði hann: „Hann var allt annar,“ og vísaði í að Nikolaj hefði verið hinn rólegasti yfir skoðuninni.

Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock.
Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock. mbl.is/Árni Sæberg

Högg sem þessi þurfi ekki að skilja eftir sig áverka á geranda

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði Wiesbrock hvort gerandi hefði líklega haft áverka eftir árásina. Sagði Wiesbrock að högg sem lentu á nefi eða munni gætu leitt til margvíslegra áverka, allt frá yfirborðslegum áverkum í húð og allt til þess að áverkinn næði dýpra niður. Þó að ekki yrði opinn húðáverki gæti einnig komið fram bólga undir húðinni.

Högg á annan mjúkvef andlits þyrfti ekki endilega að hafa í för með sér áverka fyrir gerandann.

Áverkarnir hugsanlega vegna fingra eða fingurnagla

Á höndum Thomasar sagði Wiesbrock að sjá mætti bólguviðbrögð. Hann sagði að ekki væri hægt að fullyrða um hvort þau væru eftir árásina. Þá sagði hann að alls ekki þyrftu að vera varanlegir áverkar á höndum eftir högg af því tagi sem Birna hlaut. Að minnsta kosti yrði roði en hann gæti verið horfinn eftir einn til tvo daga.

Kolbrún spurði hann því næst út í ummæli hans í skýrslunni, þar sem hann sagði að áverkar á Thomasi mætti hugsanlega rekja til mótþróa brotaþola.  Á skjánum birtist þá mynd af Thomasi berum að ofan, þar sem sjá mátti áverka á bringu hans á tveimur stöðum. Wiesbrock sagði að áverkarnir gætu hæglega hafa orðið vegna fingra eða fingurnagla.

Sveinn Magnússon læknir.
Sveinn Magnússon læknir. mbl.is/Árni Sæberg

Áverkar á Nikolaj ólíklega 5 daga gamlir

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Wiesbrock út í áverka sem fundust á Nikolaj Olsen, skipverja á Polar Nanoq sem grunaður var einnig í fyrstu og hafði stöðu sakbornings í málinu um sinn. Honum var síðar sleppt og bar vitni í málinu í gær.

Á skjánum birtist mynd af Nikolaj berum að ofan og með vinstri hönd sína við hlið sér. Var gulur hringur utan um rauðleita bletti á handarbakinu. Spurði verjandinn hvort áverkarnir gætu verið fimm daga gamlir, þar sem Nikolaj var líkt og Thomas tekin fimm dögum eftir hvarf Birnu.

Sagði Wiesbrock að ekki væri við því að búast að svona húðroði væri enn til staðar eftir áverka fimm dögum fyrr. Því mætti ætla að áverkarnir væru yngri. Bætti hann við að myndgæðin væru slök en hann gæti mögulega sagt betur til um þetta fengi hann myndina í betri upplausn.

Á eftir Wiesbrock er kallaður til Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir og dómkvaddur matsmaður, sem skoðaði stoðkerfi Thomasar, vinstri öxl og hné.

„Ákærði er með skemmd í vinstri öxl, sem er eftir liðhlaup. Einkennin benda ekki til þess að geta hans sé takmörkuð til að gera það sem spurt var um," segir Ragnar um ástand Thomasar.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar Kristjánsson, spyr út í það hvort einhver fyrirvari sé á þessu mati Ragnars, en svar hans er einfalt: „Nei.“

mbl.is

Innlent »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

07:57 Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Meira »

Hvasst í hviðum á Vesturlandi

07:22 Spáð er hviðum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum með kvöldinu og áfram í nótt og á morgun. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

Tvær tillögur til kynningar

07:37 Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

07:00 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Til Leigu
Smiðjuvegur Rauð gata 562m2, er í dag tvö bil 281m2 hægt að opna á milli 3 innke...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...