Blóð úr Birnu um allan bílinn

Kia Rio-bifreiðin.
Kia Rio-bifreiðin.

Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Ni­kolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, á sólskyggni og á hurð hans.

Þetta kom fram í máli Björgvins Sigurðssonar, sérfræðings hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem bar vitni við aðalmeðferð málsins í dag.

Björgvin kom að fyrstu skoðun á bifreiðinni, en eftir að hafa fundið bletti í afturhlera og í fölsum þegar afturhurðir voru opnaðar ákvað hann að stoppa þar sem hann sagði að þá hefði verið ljóst að frekari rannsóknar var þörf.

Blóðsýni sem fundust í bílnum voru send til Svíþjóðar í DNA-rannsókn og voru þau öll samkennd Birnu. Björgvin segir að sýni í bílnum hafi ekki gefið svörun sem sæði.

„Hann lýstist upp bíllinn, aftur í“

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ber einnig vitni og segir hann það hafa slegið sig hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum í bílnum.

Síðar hafi verið notaður Lúminól-vökvi. „Hann lýstist upp bíllinn, aftur í,“ segir Ragnar.

Ragnar segir að ljóst sé að Birna hafi fengið tvö aðskilin högg og hafi blætt við það, en ekki sé hægt að segja til um hvort höggin hafi verið fleiri og þar njóti sakborningur vafans.

Blóðferlar hafi komið frá aftursætinu og farið fram í bílinn. Vegna þess hve mikið hafði verið nuddað við þrif var þó erfitt að fara í eiginlega blóðferlagreiningu. Stakir blettir fundust þó á mælaborði, á sólskyggni og í lofti bílsins hægra megin, sem haldið höfðu línulegri lögun sinni. Því hafi verið hægt að segja til um að blóðið hafi komið úr aftursæti og fram.

Hann segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið að þrífa bílinn hafi það ekki tekist vel. Undir hægra aftursæti hafi verið blóðpollur. Sé það til vitnis um að á einhverjum tímapunkti hafi blóð farið frá vitum hennar, blóðið hafi verið það mikið.

Ragnar segist hafa verið viðstaddur krufninguna og þar hafi verið ljóst að hún var með sprungna vör og brotið nef. Um blóðrík svæði sé að ræða sem komi heim og saman við blóðpollinn í bílnum.

Ragnar segir ljóst að blóð hafi verið verið víða í bílnum. „Það má ætla að við átök, þegar verið er að berja manneskju, að hún sé ekki kyrr. Þannig að við getum fengið mikla hreyfingu.“

Kolbrún spyr Ragnar hvort það sé möguleiki á því að þrír hafi verið í bílnum og hann segir það mjög ólíklegt að einhver hafi setið í framsæti bílsins. „Ef einhver fyrirstaða er þá myndast ákveðin eyða þar sem er blóðlaust svæði. En í bílnum var ekkert blóðlaust svæði þar sem einhver hefði getað verið.“

Aðspurður segir hann engin merki hafa verið um ælu í bílnum, en Thomas sagði Birnu hafa ælt í bílinn og það útskýri þrif hans á bílnum.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgvin fékk Dr. Martens-skó Birnu, sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn við leit að henni, til skoðunar en hann segir tvo rauðleiða bletti hafa verið á skónum. Skornar hafi verið úr þeim reimar sem sendar hafi verið í rannsókn, til að athuga hvort á þeim væri lífssýni.

Afskurðirnir hafi þá verið sendir til Svíþjóðar og reimarnar á vinstri skónum hafi borið á sér þekjufrumur bæði frá Thomasi og Birnu.

Þá spurði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari Björgvin út í fötin sem fundust í káetu Thomasar. Sagði hann bletti í þeim ekki hafa verið eftir blóð.

Þá fannst í þvottavél um borð í skipinu peysa og bolur, en fatnaðurinn var rakur þegar lögregla sótti hann til rannsóknar. Við fyrstu skoðun var ekkert sjáanlegt í fatnaðinum en við nánari rannsókn kom í ljós svörun við blóði í bolnum.

Úlpa Inuk, sem hann hafði skilið eftir í bílnum og áður kom fram að var þvegin og þurrkuð, var hreinleg og ekkert fannst við fyrstu skoðun á henni að sögn Björgvins. Lúminól-vökvi við frekari rannsókn hafi þó gefið blóðsvörun, sem bendi til að blóðleifar hafi verið í úlpunni.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Eggert

Kolbrún nefndi þá úlpu sem talin er hafa verið í eigu Thomasar, sem fannst í káetu hans. Björgvin sagði að ofan við vinstri brjóstvasa á úlpunni hafi verið blettur sem gefið hafi jákvæða svörun við blóðpróf.

Við rannsókn í Svíþjóð hafi komið í ljós að blóðið hafi verið úr Birnu. Um hafi verið að ræða kámblett, og blóðið því klínst í úlpuna.

„Hvernig það fór í úlpuna, það get ég ekki sagt til um.“

Myndum var varpað á skjá, af úlpu Inuk, þar sem sjá má hvernig Lúminól-vökva hefur verið úðað á úlpuna sem lýsir upp hvar blóð hefur farið á hana.

Ann­ar dag­ur aðalmeðferðar í máli ákæru­valds­ins gegn Thom­asi, sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Alls bera 37 manns vitni fyr­ir dómi í mál­inu, en tólf þeirra komu fyr­ir dóm í gær. Þar á meðal Ni­kolaj, sem sat í gæslu­v­arðhaldi í tvær vik­ur í janú­ar grunaður um aðkomu að morðinu. Hann var hins veg­ar úti­lokaður sem sak­born­ing­ur, meðal ann­ars vegna þess að ekki fund­ust líf­sýni henn­ar á föt­um hans. Thom­as gaf einnig skýrslu fyr­ir dómi í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...