Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

Thomas Møller Olsen í héraðsdómi.
Thomas Møller Olsen í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír lögreglumenn, sem komu að rannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf til samanburðar við fingraför Thomasar Møller Olsen.

Fingraförin voru engu að síður send út til Kripos í Noregi þar sem fengið var annað álit, en slíkt hefur ekki gerst á ferli hans sem fingrafarasérfræðings. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu 14. janúar síðastliðinn, en annar dagur aðalmeðferðar málsins er í dag.

Fann tvo fingrafaraparta

Guðmundur Þór Tómasson, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók við ökuskírteini Birnu eftir að svokölluð límleit fór fram á því. Hann ljósmyndaði fingraförin og tók af þeim afsteypu.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar Kristjánsson, spurði út í fjölda fingrafara á skírteininu og Guðmund minnti að hann hafi fundið tvo fingrafaraparta sem báðir voru sömu megin á skírteininu. Þá spurði Páll hvort ekki væri óvenjulegt að fingraför eiganda ökuskírteinis væri ekki að finna á þeim.

Guðmundur vildi ekki meina það og sagði skipta máli hvernig hlutir hefðu verið handfjatlaðir og hvort þeir hafi verð handfjatlaðir nýlega. Það væri því ekki alltaf að finna fingraför eigenda a hlutum þeirra.

Mat fingraförin ekki nothæf

Vignir Oddgeirsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að niðurstaða gæðamats fingrafara á ökuskírteininu hefði verið sú að of fá einkenni hafi verið til staðar til að hægt væri að gera samanburð. Það hafi því verið látið á það reyna að fá aðstoð sérfræðinga í Noregi, sem búa yfir mikilli reynslu, og kanna hvort þeir kæmust að annarri niðurstöðu.

Því næst lýsti Kristján Kristjánsson, lögreglumaður og fingrafarasérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, sínu hlutverki í rannsókninni, en það var hann sem gerði gæðamat á þeim fingraförum sem fundust á ökuskírteininu.

Kolbrún Beneditksdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, spurði hann út í skýrslu sem hann gerði á gæðamati á fingraförum á ökuskírteini.

Kristján sagði að miðað væri við að 12 einkenni að lágmarki væru til staðar í fingrafari til að hægt væri að framkvæma á því rannsókn. Þessi 12 einkenni voru ekki til staðar á fingraförunum sem fundust á ökuskírteininu. Kristján mat það því þannig, miðað við sína reynslu og starfsaðstæður, að það uppfyllti ekki skilyrði til að hægt væri að gera samanburðarrannsókn. „Mín niðurstaða var sú að það væri ekki nothæft,“ sagði Kristján.

Óskað eftir nýjum fingraförum af Thomasi

Verjandi Thomasar tók næst við keflinu og spurði Kristján af hverju það hefðu verið tekin fingraför af Thomasi í tvígang.

Hann sagði ástæðuna hafa verið beiðni norskra kollega um að taka önnur fingraför því það vantaði á fingraförin sem send höfðu verið þangað.

„Er algengt að þegar þú segir að niðurstaða sé ekki nothæf, að fingraför séu send annað?“ spurði Páll. „Nei það hefur aldrei gerst á mínum ferlum,“ svaraði Kristján.

Kolbrún spurði hann að lokum út í reglurnar varðandi þessi 12 einkenni sem þurfa að vera til staðar á fingraförum svo hægt sé að gera rannsókn. Kristján segir þær ekki skriflegar, en þær vinnureglur séu viðhafðar hjá tæknideild lögreglunnar.

mbl.is

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 „Hvernig sem dæmið er skoðað er ljóst að þessi fjármálagerningur er mjög furðulegur og hefur verið mjög kostnaðarsamur fyrir Orkuveituna og eigendur hennar, þ.e. almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum Orkuveitunnar. Ábyrgðina bera þeir pólitísku flokkar sem samþykktu söluna á sínum tíma.“ Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...