Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

Thomas Møller Olsen í héraðsdómi.
Thomas Møller Olsen í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír lögreglumenn, sem komu að rannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf til samanburðar við fingraför Thomasar Møller Olsen.

Fingraförin voru engu að síður send út til Kripos í Noregi þar sem fengið var annað álit, en slíkt hefur ekki gerst á ferli hans sem fingrafarasérfræðings. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu 14. janúar síðastliðinn, en annar dagur aðalmeðferðar málsins er í dag.

Fann tvo fingrafaraparta

Guðmundur Þór Tómasson, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók við ökuskírteini Birnu eftir að svokölluð límleit fór fram á því. Hann ljósmyndaði fingraförin og tók af þeim afsteypu.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar Kristjánsson, spurði út í fjölda fingrafara á skírteininu og Guðmund minnti að hann hafi fundið tvo fingrafaraparta sem báðir voru sömu megin á skírteininu. Þá spurði Páll hvort ekki væri óvenjulegt að fingraför eiganda ökuskírteinis væri ekki að finna á þeim.

Guðmundur vildi ekki meina það og sagði skipta máli hvernig hlutir hefðu verið handfjatlaðir og hvort þeir hafi verð handfjatlaðir nýlega. Það væri því ekki alltaf að finna fingraför eigenda a hlutum þeirra.

Mat fingraförin ekki nothæf

Vignir Oddgeirsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að niðurstaða gæðamats fingrafara á ökuskírteininu hefði verið sú að of fá einkenni hafi verið til staðar til að hægt væri að gera samanburð. Það hafi því verið látið á það reyna að fá aðstoð sérfræðinga í Noregi, sem búa yfir mikilli reynslu, og kanna hvort þeir kæmust að annarri niðurstöðu.

Því næst lýsti Kristján Kristjánsson, lögreglumaður og fingrafarasérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, sínu hlutverki í rannsókninni, en það var hann sem gerði gæðamat á þeim fingraförum sem fundust á ökuskírteininu.

Kolbrún Beneditksdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, spurði hann út í skýrslu sem hann gerði á gæðamati á fingraförum á ökuskírteini.

Kristján sagði að miðað væri við að 12 einkenni að lágmarki væru til staðar í fingrafari til að hægt væri að framkvæma á því rannsókn. Þessi 12 einkenni voru ekki til staðar á fingraförunum sem fundust á ökuskírteininu. Kristján mat það því þannig, miðað við sína reynslu og starfsaðstæður, að það uppfyllti ekki skilyrði til að hægt væri að gera samanburðarrannsókn. „Mín niðurstaða var sú að það væri ekki nothæft,“ sagði Kristján.

Óskað eftir nýjum fingraförum af Thomasi

Verjandi Thomasar tók næst við keflinu og spurði Kristján af hverju það hefðu verið tekin fingraför af Thomasi í tvígang.

Hann sagði ástæðuna hafa verið beiðni norskra kollega um að taka önnur fingraför því það vantaði á fingraförin sem send höfðu verið þangað.

„Er algengt að þegar þú segir að niðurstaða sé ekki nothæf, að fingraför séu send annað?“ spurði Páll. „Nei það hefur aldrei gerst á mínum ferlum,“ svaraði Kristján.

Kolbrún spurði hann að lokum út í reglurnar varðandi þessi 12 einkenni sem þurfa að vera til staðar á fingraförum svo hægt sé að gera rannsókn. Kristján segir þær ekki skriflegar, en þær vinnureglur séu viðhafðar hjá tæknideild lögreglunnar.

mbl.is

Innlent »

Guðfinna dregur framboðið til baka

21:50 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur dregið framboð sitt til setu á Alþingi fyrir flokkinn, til baka. Frá þessu greinir hún á Facebook. Meira »

Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna

21:13 Allar ál- og plastumbúðir sem skilað er til Endurvinnslunnar eru sendar úr landi og endurunnar. Glerflöskur fara þó ekki sömu leið, heldur enda sem fylling á urðunarstöðum. „Persónulega myndum við vilja sjá minna af gleri af því að fyrir okkur er gler erfið vara,“ segir framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Meira »

Krefjast lögbanns á yfirtöku Arion

20:40 Fjórir hluthafar í United Silicon, sem haldið hafa á um 46% hlut í félaginu, lögðu í dag fram lögbannskröfu á hendur Arion banka vegna töku bankans á veðsettu hlutafé í félaginu. Þetta staðfestir hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja göng á milli lands og Eyja

20:15 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks lagt fram þingsályktunartillögu þar sem Alþingi álykti að fela ráðherra að skipa starfshóp sem gerir ítarlega fýsileikakönnun á gerð ganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Meira »

Hljómleikar í olíutanka

19:54 Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Meira »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1, 22 fm
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1. Í herberginu eru ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...