Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar.

Finn Omholt-Jensen, lögreglufulltrúi frá Kripos í Noregi, bar vitni í gegnum síma fyrir dómi í dag. Hann kom að fingrafararannsókninni eftir að þrír íslenskir lögreglumenn komu með gögn á rannsóknardeildina.

Íslenskir lögreglumenn komu með gögn

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði Finn út í skýrslu sem hann gerði fyrir íslensku lögregluna vegna rannsóknarinnar og hver niðurstaða hennar hafi verið.

„Þrír lögreglumenn komu til Kripos í Noregi með gögn og okkur var sönn ánægja að samstarfa með þeim. Þeir tjáðu okkur að þeir hefðu með sér gögn er vörðuðu morðmál á Íslandi og spurðu okkur hvort við gætum aðstoðað þá,“ sagði Jensen og bætti við að því hafi verið jánkað og aðstoð boðin fram.

Lögreglumennirnir hafi haft meðferðis gögn eins og ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu og myndir af fingraförum Thomasar. „Íslenska lögreglan hafði þegar unnið heimavinnuna sína og þeir framvísuðu gögnum sem þeir höfðu unnið og undirbúið, til dæmis höfðu þeir notað svart fingrafaraduft til að framkalla fingraförin sem þeir voru með með sér,“ sagði Jensen.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins eitt fingrafar nothæft

Jensen sagði að þegar fingraförin voru skoðuð kom í ljós að aðeins eitt þeirra var nothæft. „Þeir komu hins vegar með með sér frumrit af ökuskírteininu. Ég fór með þessi gögn á rannsóknarstofu í Kripos til frekari rannsóknar. Þar var reynt að skýra þetta fingrafar sem fyrir var og einnig reyna að finna önnur fingraför,“ sagði Jensen.

Sagði hann að eftir rannsóknina hjá Kripos hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að eina nothæfa fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið það sama og af vísifingri hægri handar hins grunaða.

Kolbrún spurði hvort allir þrír sem komu að fingrafararannsókninni hafi verið sammála um niðurstöðu hennar, að fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið eftir hægri vísifingur Thomasar. Hann svaraði því játandi.

Fundu enga útilokunarþætti á fingrafarinu

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Jensen út í aðferðina sem notuð er við það að rannsaka fingraför hjá Kripos. Sagði hann að mismunandi staðlar væru notaðir í mismunandi löndum við fingrafararannsóknir. Í Noregi væri ekki notað númerað kerfi til að meta fingraför heldur væru sérkenni skoðuð. Sagði hann fingraför geta verið með fjöldann allan af sérkennum.

Þá spurði Páll hversu mörg sérkenni hafi fundist við rannsókn á fingrafari Thomasar. Jensen svaraði Páli með vísan í fyrra svar sitt, en Páli þótti svarið ekki fullnægjandi og ítrekaði því spurninguna. Þá sagði Jensen að tólf til fimmtán einkenni hefðu fundist sem væru samkennd fingrafari Thomasar.

Spurði verjandinn þá hvort einhverjir útilokunarþættir hafi fundist. „Nei, við gátum ekki fundið nein einkenni sem myndu útiloka að þetta væri sama fingrafar,“ sagði Jensen.

mbl.is

Innlent »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...