Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar.

Finn Omholt-Jensen, lögreglufulltrúi frá Kripos í Noregi, bar vitni í gegnum síma fyrir dómi í dag. Hann kom að fingrafararannsókninni eftir að þrír íslenskir lögreglumenn komu með gögn á rannsóknardeildina.

Íslenskir lögreglumenn komu með gögn

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði Finn út í skýrslu sem hann gerði fyrir íslensku lögregluna vegna rannsóknarinnar og hver niðurstaða hennar hafi verið.

„Þrír lögreglumenn komu til Kripos í Noregi með gögn og okkur var sönn ánægja að samstarfa með þeim. Þeir tjáðu okkur að þeir hefðu með sér gögn er vörðuðu morðmál á Íslandi og spurðu okkur hvort við gætum aðstoðað þá,“ sagði Jensen og bætti við að því hafi verið jánkað og aðstoð boðin fram.

Lögreglumennirnir hafi haft meðferðis gögn eins og ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu og myndir af fingraförum Thomasar. „Íslenska lögreglan hafði þegar unnið heimavinnuna sína og þeir framvísuðu gögnum sem þeir höfðu unnið og undirbúið, til dæmis höfðu þeir notað svart fingrafaraduft til að framkalla fingraförin sem þeir voru með með sér,“ sagði Jensen.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins eitt fingrafar nothæft

Jensen sagði að þegar fingraförin voru skoðuð kom í ljós að aðeins eitt þeirra var nothæft. „Þeir komu hins vegar með með sér frumrit af ökuskírteininu. Ég fór með þessi gögn á rannsóknarstofu í Kripos til frekari rannsóknar. Þar var reynt að skýra þetta fingrafar sem fyrir var og einnig reyna að finna önnur fingraför,“ sagði Jensen.

Sagði hann að eftir rannsóknina hjá Kripos hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að eina nothæfa fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið það sama og af vísifingri hægri handar hins grunaða.

Kolbrún spurði hvort allir þrír sem komu að fingrafararannsókninni hafi verið sammála um niðurstöðu hennar, að fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið eftir hægri vísifingur Thomasar. Hann svaraði því játandi.

Fundu enga útilokunarþætti á fingrafarinu

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Jensen út í aðferðina sem notuð er við það að rannsaka fingraför hjá Kripos. Sagði hann að mismunandi staðlar væru notaðir í mismunandi löndum við fingrafararannsóknir. Í Noregi væri ekki notað númerað kerfi til að meta fingraför heldur væru sérkenni skoðuð. Sagði hann fingraför geta verið með fjöldann allan af sérkennum.

Þá spurði Páll hversu mörg sérkenni hafi fundist við rannsókn á fingrafari Thomasar. Jensen svaraði Páli með vísan í fyrra svar sitt, en Páli þótti svarið ekki fullnægjandi og ítrekaði því spurninguna. Þá sagði Jensen að tólf til fimmtán einkenni hefðu fundist sem væru samkennd fingrafari Thomasar.

Spurði verjandinn þá hvort einhverjir útilokunarþættir hafi fundist. „Nei, við gátum ekki fundið nein einkenni sem myndu útiloka að þetta væri sama fingrafar,“ sagði Jensen.

mbl.is

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...