Gantaðist með að Birna væri um borð

Nukaraaq lýsti samskiptum sínum við Thomas og Nikolaj.
Nukaraaq lýsti samskiptum sínum við Thomas og Nikolaj. mbl.is/Eggert

Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Fjöldi vitna mun gefa skýrslu fyrir dómi í dag, þar á meðal réttarmeinafræðingar og bæklunarlæknir, ásamt lögreglumönnum sem komu að rannsókninni. Thomas situr ekki þinghaldið í dag.

Nukaraaq lýsir því meðal annars hvernig framkoma Thomasar og Nikolaj Olsen hafi verið eftir að skipið lagði af stað úr Hafnarfjarðarhöfn. Það er sækjandi, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem byrjar á því að spyrja vitnið.

Sagði ekki ástæðu til að hafa áhyggjur

Nukaaraq segist hafa rætt við Thomas þegar skipið var lagt af stað og að hann hafi sagt að þeir Nikolaj hafi drukkið mikið á föstudagskvöld. Hann hafi hins vegar ekki séð neitt athugavert við framkomu hans. 

„Við töluðum ekki frekar um atvikið, enda vorum við byrjaðir að sigla af stað, en þegar við fórum að sigla til baka þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Nukaraaq og vísar þar til þess þegar skipinu var snúið aftur til Íslands að ósk lögreglu. Þá höfðu borist fréttir af því að tvítugrar stúlku, Birnu Brjánsdóttur, hefði verið saknað frá því aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Í kjölfar þess að skipinu var snúið við sigu íslenskir sérsveitarmenn um borð í skipið úr þyrlu. Um borð voru þrír skipverjar handteknir, þar á meðal Thomas og Nikolaj.

Aðalmeðferð í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen er fram ...
Aðalmeðferð í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen er fram haldið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum vanir að gantast svo ég spurði hver þessi stelpa væri og hvort hún væri um borð hjá okkur. Þegar við snerum við þá fengum við að vita að það væru mögulega tveir menn um borð grunaðir og við fengum að vita að lögregla myndi koma um borð. En Nikolaj sagði að það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Nukaraaq enn fremur um það sem gerðist um borð í Polar Nanoq.

Minnti að hann hefði séð tvær konur

Kolbrún spyr hann hvort Nikolaj hafi sagt honum frá því hvað gerðist og Nukaraaq segir frá samtali sem þeir áttu. „Hann sagðist hafa verið ansi fullur og þegar hann vaknaði og leit til baka í aftursætið minnti hann að hann hefði séð tvær konur. Hann sagðist hafa verið svo fullur og sofnað í bílnum en þegar þeir komu að höfninni þá voru konurnar aftur í. Við töluðum ekki meira um það.“

Nukaraaq segir Nikolaj hafa sagt að hann hafi komið einn um borð í skipið og að hann hafi farið einn upp í rúm. Aðspurður segist Nukaaraq ekki hafa rætt neitt frekar við Thomas. Hann hafi ekkert hitt hann eftir samtalið sem þeir áttu skömmu eftir að skipið lagði af stað úr höfninni.

Páll Rúnar Kristjánsson, verjandi Thomasar, tekur nú við og spyr hvort Nukaaraq hafi tekið eftir því að Nikolaj hafi verið með áverka á höndunum, en hann segist ekki hafa spáð í því. Páll er þar að spyrja út í marbletti á vinstri hönd Nikolaj sem getið er um í læknaskýrslu. Nikolaj sagði sjálfur fyrir dómi í gær að hann hefði slasast við vinnu, en lögregla spurði hann ekki út í áverkana við yfirheyrslur. Kom það fram þegar lögreglumaður bar vitni fyrir dómi í gær.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »

Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

15:25 Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Meira »

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi ritgerð

15:03 Kristjana J. Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í alþjóðasamskiptum. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ veittu henni verðlaunin. Ritgerðin heitir „Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni“. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

14:32 Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Bílvelta í Kömbunum

15:20 Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang. Meira »

Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

14:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi. Meira »

Frumvarp um afnám uppreistar æru lagt fram?

14:10 Frumvarp um afnám uppreistar æru verður að öllum líkindum lagt fram á fundi forseta Alþingis með formönnum flokkanna, sem er nýhafinn í Alþingishúsinu. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...