Hálfdrættingur í fjárframlögum

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda ...
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda innan háskólans eiga við alvarlegan rekstrarvanda að etja vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar Háskóla Íslands sem haldinn var í dag, þar sem farið var yfir síðasta starfsár varðandi árangur í starfsemi og fjárhagslega stöðu.

Hann segir að um þriðjungur af 25 deildum háskólans eigi við viðvarandi alvarlegan rekstrarvanda að etja og annar þriðjungur eigi tímabundið í miklum erfiðleikum vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Í samanburði við tölur háskóla á Norðurlöndunum er Háskóli Íslands enn þá hálfdrættingur í fjárframlögum á hvern nemenda.

„Háskólinn hefur lagt mikla áherslu á að afla innlendra og alþjóðlegra rannsóknarstyrkja og það hefur gengið mjög vel,“ segir hann en tveir þriðju fjárframlaga til háskólans koma frá ríkinu og einn þriðji er sjálfsaflafé. Þá hefur vísinda- og tækniráð, þar sem Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, er formaður, samþykkt nýja stefnu þar sem miðað er við að ná betri fjármögnun á háskólakerfinu á næstu árum.

Aukið tap milli ára

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að í ársreikningi Háskóla Íslands kom fram að tekjur háskólans jukust milli ára um tæpan milljarð króna, en á sama tíma nam tap tæpum 494 milljónum króna sem er heldur meira en árið áður er það nam tæpum 130 milljónum króna.

Jón Atli segir að háskólinn hafi fengið heimild frá ráðuneytinu til að fara umfram fjárheimildir ársins 2016 um 300 milljónir, í ljósi þess að skólinn hafi átt óráðstafaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Segir hann beiðni skólans um að fá að fara fram úr fjárheimildum ársins 2016 meðal annars tilkomna vegna mikilla launahækkana á síðasta ári. Viðbótartap í ársreikningi er útskýrt með styrkingu krónunnar, en háskólinn er með talsverða fjármuni í gjaldeyri vegna erlendra styrkja.

„Þetta er eitthvað sem við erum að skoða hvernig við tökum á í framhaldinu, ef svona breyting verður á [gengi],“ segir hann til að koma í veg fyrir aukið bókfært tap.

Á lista yfir 500 bestu skólana 

Þá segir Jón Atli að Háskólinn ætli að setja sér á næstunni fimm ára áætlun um ráðstöfun fjármuna innan skólans í samræmi við fimm ára áætlun ríkisstjórnar um útgjöld til skólans í þeim tilgangi að geta gert sér grein fyrir því fyrir fram, miðað við stefnu ríkisins, hvernig staðan er og hagað málum eftir því.

Jón Atli nefnir einnig að Háskóli Íslands sé nú kominn í 401.-500. sæti á Shanghai-lista (Academic Ranking of World Universities) yfir 500 bestu háskóla heims. Til viðbótar megi nefna að einstök fagsvið innan háskólans séu í fremstu röð á heimsvísu. Þar séu ofarlega á lista lífvísindi, rafmagnsverkfræði og jarðvísindi.

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill og það skiptir verulegu máli fyrir íslenskt samfélag að hafa öflugt háskólakerfi. Svo ég hlakka nú bara hreinlega til að vinna með stjórnvöldum og samfélaginu að því að efla háskólann og við treystum því að það muni gerast,“ segir Jón Atli að lokum.                                                                                  

mbl.is

Innlent »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Lykill ehf. í söluferli

16:47 Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi k
BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi krani: H - 22 m, L - 27 m. 850 kg. Sjá aug...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...