Hálfdrættingur í fjárframlögum

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda ...
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda innan háskólans eiga við alvarlegan rekstrarvanda að etja vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar Háskóla Íslands sem haldinn var í dag, þar sem farið var yfir síðasta starfsár varðandi árangur í starfsemi og fjárhagslega stöðu.

Hann segir að um þriðjungur af 25 deildum háskólans eigi við viðvarandi alvarlegan rekstrarvanda að etja og annar þriðjungur eigi tímabundið í miklum erfiðleikum vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Í samanburði við tölur háskóla á Norðurlöndunum er Háskóli Íslands enn þá hálfdrættingur í fjárframlögum á hvern nemenda.

„Háskólinn hefur lagt mikla áherslu á að afla innlendra og alþjóðlegra rannsóknarstyrkja og það hefur gengið mjög vel,“ segir hann en tveir þriðju fjárframlaga til háskólans koma frá ríkinu og einn þriðji er sjálfsaflafé. Þá hefur vísinda- og tækniráð, þar sem Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, er formaður, samþykkt nýja stefnu þar sem miðað er við að ná betri fjármögnun á háskólakerfinu á næstu árum.

Aukið tap milli ára

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að í ársreikningi Háskóla Íslands kom fram að tekjur háskólans jukust milli ára um tæpan milljarð króna, en á sama tíma nam tap tæpum 494 milljónum króna sem er heldur meira en árið áður er það nam tæpum 130 milljónum króna.

Jón Atli segir að háskólinn hafi fengið heimild frá ráðuneytinu til að fara umfram fjárheimildir ársins 2016 um 300 milljónir, í ljósi þess að skólinn hafi átt óráðstafaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Segir hann beiðni skólans um að fá að fara fram úr fjárheimildum ársins 2016 meðal annars tilkomna vegna mikilla launahækkana á síðasta ári. Viðbótartap í ársreikningi er útskýrt með styrkingu krónunnar, en háskólinn er með talsverða fjármuni í gjaldeyri vegna erlendra styrkja.

„Þetta er eitthvað sem við erum að skoða hvernig við tökum á í framhaldinu, ef svona breyting verður á [gengi],“ segir hann til að koma í veg fyrir aukið bókfært tap.

Á lista yfir 500 bestu skólana 

Þá segir Jón Atli að Háskólinn ætli að setja sér á næstunni fimm ára áætlun um ráðstöfun fjármuna innan skólans í samræmi við fimm ára áætlun ríkisstjórnar um útgjöld til skólans í þeim tilgangi að geta gert sér grein fyrir því fyrir fram, miðað við stefnu ríkisins, hvernig staðan er og hagað málum eftir því.

Jón Atli nefnir einnig að Háskóli Íslands sé nú kominn í 401.-500. sæti á Shanghai-lista (Academic Ranking of World Universities) yfir 500 bestu háskóla heims. Til viðbótar megi nefna að einstök fagsvið innan háskólans séu í fremstu röð á heimsvísu. Þar séu ofarlega á lista lífvísindi, rafmagnsverkfræði og jarðvísindi.

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill og það skiptir verulegu máli fyrir íslenskt samfélag að hafa öflugt háskólakerfi. Svo ég hlakka nú bara hreinlega til að vinna með stjórnvöldum og samfélaginu að því að efla háskólann og við treystum því að það muni gerast,“ segir Jón Atli að lokum.                                                                                  

mbl.is

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...