Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en ...
Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en honum var falið að svara sex spurningum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að áverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Mögulegt er þó að brotaþoli hafi verið skallaður og áverkarnir myndast þannig. Ekki er hins vegar hægt að segja til um það með vissu á grundvelli ummerkja.

Þetta segir Urs Oliver Wiesbrock, sérfræðilæknir í réttarmeinafræði, sem tók að sér að svara sex spurningum í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Annar dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Wiesbrock ber vitni með aðstoð túlks.

„Þegar um er að ræða vopn eða verkfæri sem eru hörð eða með hrjúfu yfirborði sést það á áverkunum og það eru ekki vísbendingar um að notuð hafi verið slík verkfæri.

Líklegast notaður hnefi

Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja er hægt að segja með nokkurri vissu að ekki er um að ræða höggáverka vegna sparks og ólíklegt er að áverkar séu eftir olnboga. Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ segir Wiesbrock.

Hann segir jafnframt líklegt að Birnu hafi verið veitt eitt eða fleiri högg sem gáfu blóðáverka. „Á grundvelli blóðferla og blóðummerkja á aftursæti bifreiðar er um að ræða blóðáverka sem stafað hafa af höggum sem komið hafa í kjölfar höggs eða högga sem á undan hafa farið. Fyrst hefur komið höggáverki sem veldur sárum og síðar fylgja fleiri högg. Við það dreifist blóðið sem varð til við fyrsta höggið,“ útskýrir hann.

Miðað við blóðummerki í bílnum má ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar á meðan höggin dundu á henni.

Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áverkar og dökk svæði 

Wiesbrock gerir grein fyrir niðurstöðum sínum sem réttarmeinafræðings á áverkum á líki Birnu með því að vísa til ljósmynda sem hann afhenti dómnum í upphafi.

„Á mynd eitt sést greinilega á andliti látnu að nefið er útflatt og breikkað. Þótt það sjáist ekki á brjóstmyndinni að nefbeinið er brotið kemur það síðar fram.

Á myndum eitt og tvö sést áverki á efra hægra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð.

Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri kinn og vanga og hægra megin. Þetta geta verið líkblettir en einnig ummerki um áverka.

Á mynd fjögur sést blæðing undir höfuðhúðinni hægra megin.

Á mynd fimm sjást blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og hnakka.

Á mynd sex sést fremur ógreinileg innri blæðing á höfði.

Á mynd sex sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. Það sem sést ekki svo greinilega á myndinni en sést í stafrænni útgáfu er að um er að ræða áverka á vörinni sem hefur orðið vegna þrýstings. Vefurinn er rifinn. Hægra megin á kinninni sést einnig að það vantar hluta af mjúkvef en engin ummerki um blæðingar. Hér er því um að ræða áverka sem hefur orðið til eftir andlátið.

Á mynd átta sést að hægra eyra vantar að hluta til, en það má rekja til þess að dýr hafi verið að verki.

Á mynd níu sjást framan við hægra eyrað ummerki um blæðingu sem geta verið eftir höggáverka.

Á mynd tíu sést höfuð vinstra megin að innanverðu, en er ekki hægt að staðfesta ummerki um blæðingu.

Á mynd ellefu sjást marummerki um ytri höggáverka beggja megin á hálsi.

Á myndum þrettán og fjórtán sjást blæðingar inni á mjúkvefjum hálsins.“

Ólíklegt að vopn eða verkfæri hafi verið notuð

Eftir að hafa farið yfir áverka á líki Birnu tekur Wiesbrock saman niðurstöður sínar. „Þegar allt er tekið saman er um að ræða greinlega ákverka um mitt höfuð, við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form,“ segir hann og dregur af því þá ályktun að ólíklegt sé að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita áverkana.

Wiesbrock sýnir myndir úr rauðu Kia Rio bílaleigubifreiðinni, sem Thomas hafði til umráða, til að gera frekar grein fyrir niðurstöðum sínum. Hann segir að miðað við ummerkin í bílnum megi ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar, á meðan höggin dundu á henni.

Þegar horft sé til áverkanna, séu þeir einkum á hægri hlið höfuðsins og hafi því að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa, segir Wiesbrock.

Ein þeirra spurninga sem honum var falið að svara var hvort brotamaðurinn væri örvhentur eða rétthentur, en hann segir ekki hægt að segja til um það með óyggjandi hætti.

mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...