Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en ...
Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en honum var falið að svara sex spurningum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að áverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Mögulegt er þó að brotaþoli hafi verið skallaður og áverkarnir myndast þannig. Ekki er hins vegar hægt að segja til um það með vissu á grundvelli ummerkja.

Þetta segir Urs Oliver Wiesbrock, sérfræðilæknir í réttarmeinafræði, sem tók að sér að svara sex spurningum í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Annar dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Wiesbrock ber vitni með aðstoð túlks.

„Þegar um er að ræða vopn eða verkfæri sem eru hörð eða með hrjúfu yfirborði sést það á áverkunum og það eru ekki vísbendingar um að notuð hafi verið slík verkfæri.

Líklegast notaður hnefi

Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja er hægt að segja með nokkurri vissu að ekki er um að ræða höggáverka vegna sparks og ólíklegt er að áverkar séu eftir olnboga. Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ segir Wiesbrock.

Hann segir jafnframt líklegt að Birnu hafi verið veitt eitt eða fleiri högg sem gáfu blóðáverka. „Á grundvelli blóðferla og blóðummerkja á aftursæti bifreiðar er um að ræða blóðáverka sem stafað hafa af höggum sem komið hafa í kjölfar höggs eða högga sem á undan hafa farið. Fyrst hefur komið höggáverki sem veldur sárum og síðar fylgja fleiri högg. Við það dreifist blóðið sem varð til við fyrsta höggið,“ útskýrir hann.

Miðað við blóðummerki í bílnum má ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar á meðan höggin dundu á henni.

Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áverkar og dökk svæði 

Wiesbrock gerir grein fyrir niðurstöðum sínum sem réttarmeinafræðings á áverkum á líki Birnu með því að vísa til ljósmynda sem hann afhenti dómnum í upphafi.

„Á mynd eitt sést greinilega á andliti látnu að nefið er útflatt og breikkað. Þótt það sjáist ekki á brjóstmyndinni að nefbeinið er brotið kemur það síðar fram.

Á myndum eitt og tvö sést áverki á efra hægra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð.

Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri kinn og vanga og hægra megin. Þetta geta verið líkblettir en einnig ummerki um áverka.

Á mynd fjögur sést blæðing undir höfuðhúðinni hægra megin.

Á mynd fimm sjást blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og hnakka.

Á mynd sex sést fremur ógreinileg innri blæðing á höfði.

Á mynd sex sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. Það sem sést ekki svo greinilega á myndinni en sést í stafrænni útgáfu er að um er að ræða áverka á vörinni sem hefur orðið vegna þrýstings. Vefurinn er rifinn. Hægra megin á kinninni sést einnig að það vantar hluta af mjúkvef en engin ummerki um blæðingar. Hér er því um að ræða áverka sem hefur orðið til eftir andlátið.

Á mynd átta sést að hægra eyra vantar að hluta til, en það má rekja til þess að dýr hafi verið að verki.

Á mynd níu sjást framan við hægra eyrað ummerki um blæðingu sem geta verið eftir höggáverka.

Á mynd tíu sést höfuð vinstra megin að innanverðu, en er ekki hægt að staðfesta ummerki um blæðingu.

Á mynd ellefu sjást marummerki um ytri höggáverka beggja megin á hálsi.

Á myndum þrettán og fjórtán sjást blæðingar inni á mjúkvefjum hálsins.“

Ólíklegt að vopn eða verkfæri hafi verið notuð

Eftir að hafa farið yfir áverka á líki Birnu tekur Wiesbrock saman niðurstöður sínar. „Þegar allt er tekið saman er um að ræða greinlega ákverka um mitt höfuð, við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form,“ segir hann og dregur af því þá ályktun að ólíklegt sé að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita áverkana.

Wiesbrock sýnir myndir úr rauðu Kia Rio bílaleigubifreiðinni, sem Thomas hafði til umráða, til að gera frekar grein fyrir niðurstöðum sínum. Hann segir að miðað við ummerkin í bílnum megi ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar, á meðan höggin dundu á henni.

Þegar horft sé til áverkanna, séu þeir einkum á hægri hlið höfuðsins og hafi því að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa, segir Wiesbrock.

Ein þeirra spurninga sem honum var falið að svara var hvort brotamaðurinn væri örvhentur eða rétthentur, en hann segir ekki hægt að segja til um það með óyggjandi hætti.

mbl.is

Innlent »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...