Með rætur í matjurtagarði

Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og ...
Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og þeim pakkað og öll umsýsla fyrirtækisins fer fram.

Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Hún er úr Mýrdalnum, hann úr Núpasveit við Öxarfjörð, en þangað fluttist Sara barnung með foreldrum sínum sem settust að í Akurseli og hófu þar gulrótarækt í stórum stíl fyrir átján árum. Núna er grænmetisvinnslan og umsýslan á Þórshöfn.

Leiðir Árna Sigurðssonar og Söru Stefánsdóttur lágu saman í fallegri sveit í Öxarfirðinum, og árið 2011 hófu þau búskap að Katastöðum, sem standa við rætur Hólaheiðar skammt frá Kópaskeri.

Í fyrra fluttust þau sig um set til Þórshafnar og ekki leið á löngu þar til foreldrar Söru, þau Stefán Gunnarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, fluttust í Þistilfjörðinn í bæinn Flögu. Fyrirtæki þeirra, Akursel ehf., sem þau höfðu rekið í Öxarfirði um árabil og síðustu fimm árin ásamt þeim Söru og Árna, er þekkt fyrir sínar gómsætu gulrætur og hefur verið einn umsvifamesti framleiðandi lífrænna gulróta á landinu og vart annað eftirspurn.

Fjölskyldufyrirtæki á Þórshöfn

Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland ...
Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland í Þistilfirði. mbl.is/Líney Sigurðardóttir


„Okkur leist svo vel á Þórshöfn og samfélagið þar,“ segir Sara en þau Árni festu nýlega kaup á einbýlishúsi þar í bæ. „Við keyptum hús á besta stað þar sem nóg pláss er í garðinum fyrir stórt strandblaknet og hænur nágrannans koma í heimsókn yfir götuna. Það má segja að við höfum flust úr einni sveit yfir í aðra, rétt yfir Hólaheiðina,“ segja Árni og Sara, sem ætla nú að sinna grænmetisvinnslunni og umsýslunni á Þórshöfn.

„Við ákváðum að flytja grænmetisvinnsluna frá Akurseli til Þórshafnar og fengum leigt húsnæði í eigu Ísfélagsins undir starfsemina,“ segja Sara og Árni. Standsetning húsnæðisins og uppsetning kælitækja og pökkunarvéla hefur staðið yfir síðustu vikurnar svo þau hafa haft í nógu. Einnig hafa þau ráðið fastan starfsmann yfir vetrartímann.

Í garðana fer aldrei illgresiseitur.
Í garðana fer aldrei illgresiseitur.


Aðalræktunarsvæði gulrótanna er í Öxarfirðinum, í sendnum og næringarríkum jarðvegi án tilbúins áburðar, en í vor var hafist handa við gerð nýrra garða, bæði á Katastöðum við Öxarfjörð en einnig í Þistilfirðinum þar sem gulrótarfræjum var sáð í stóran garð við eyðibýlið Ósland. Með haustinu kemur í ljós hvernig jarðvegurinn þar hentar gulrótum, en Þistilfjörður státar ekki af jarðhita eins og Öxarfjörðurinn.

„Við höldum líka áfram grænmetisrækt í Öxarfirðinum og förum því aldrei alveg frá Katastöðum en heiðin styttist bara við hverja ferð,“ segir þetta bjartsýna unga fólk, en frá Þórshöfn er tæplega klukkutíma akstur að Katastöðum.

Uppræta skal hvert illgresisstrá

Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.
Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.


Það þarf að hafa vakandi auga á grænmetinu allan vaxtartímann og hafa stjórn á illgresinu, en ekkert arfaeitur er notað í garðana, sem hafa lífræna vottun. „Við auglýstum því eftir fólki til að uppræta illgresið og fengum fimm ungmenni í verkið sem unnu við að reyta í hálfan mánuð. Við skriðum á fjórum fótum um garðana og reyndum að ná hverju einasta illgresisstrái, í þessa garða fer aldrei illgresiseitur,“ segir Sara.

Búist er við að uppskeran af þessum lífrænu gulrótum verði svipuð og síðustu árin. Mestur hluti er seldur suður á land en einnig er ræktað dálítið af rófum sem selt er á heimamarkað. Þær eru ekki síðra hnossgæti en gulræturnar, sólgular og safaríkar.

Sala hefur alltaf gengið vel og áhugi fólks á lífrænum matvælum eykst með ári hverju. Uppskerutíminn er að jafnaði frá síðustu dögum ágústmánaðar og allt fram í nóvember í góðu tíðarfari og þá hafa Sara og Árni ærinn starfa við uppskeruna og hafa jafnframt starfsfólk til aðstoðar.

Vaxið upp með gulrótunum

Snemma beygist krókurinn.
Snemma beygist krókurinn.


Það má segja að Sara hafi vaxið upp með gulrótunum, en foreldrar hennar ráku garðyrkjubú á Dyrhólum í Mýrdal frá árinu 1980 allt til ársins 1999 þegar þau fluttu í Akursel og hófu gulrótarræktunina. Þau voru fyrst hér á landi til að hljóta lífræna vottun á hluta framleiðslunnar í Mýrdalnum og fyrir þremur árum hlaut svo fjölskyldufyrirtækið Akursel ehf. hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins.

Sara og Árni hyggjast halda áfram á sömu braut og vinna að uppbyggingu fyrirtækisins og luma á ýmsum hugmyndum sem ekki er tímabært að láta í ljós að sinni, „þetta kemur allt í ljós með tímanum og best að fara hægt í sakirnar,“ telja þau Árni og Sara.

Íþróttirnar áhugamál

Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á ...
Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á meðan sáð er.


Árni og Sara taka mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins og stunda blakíþróttina af miklu kappi. Árni hefur auk þess þjálfað kvennaliðið Álkurnar með góðum árangri auk þess að þjálfa í öðrum greinum, svo sem frjálsum íþróttum, körfubolta og krakkablaki.

Sara tók við stöðu rekstrarstjóra á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og kunna bæði mjög vel við sig á Þórshöfn, einnig þriggja ára sonurinn Jakob Ingi, sem unir sér vel á leikskólanum.

„Við höfum eignast góða vini á Þórshöfn og hér er gott að vera og fólkið skemmtilegt,“ segir Árni, sem sinnir einnig grenjavinnslu á Austursléttunni ásamt Ómari Gunnarssyni frænda sínum, en hestamennska og blak er líka mikið áhugamál. Sara tók þátt í að skipuleggja bæjarhátíð Þórshafnar, Bryggjudagana, sem tókst afar vel enda veðrið fádæma gott.

Það er góður fengur fyrir hvert bæjarfélag að fá til sín fólk sem tekur virkan þátt í samfélaginu og eflir félags- og íþróttalíf, svo að litlu fjölskyldunni í gulrótaræktinni var tekið opnum örmum á Þórshöfn.

Innlent »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...