Með rætur í matjurtagarði

Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og ...
Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og þeim pakkað og öll umsýsla fyrirtækisins fer fram.

Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Hún er úr Mýrdalnum, hann úr Núpasveit við Öxarfjörð, en þangað fluttist Sara barnung með foreldrum sínum sem settust að í Akurseli og hófu þar gulrótarækt í stórum stíl fyrir átján árum. Núna er grænmetisvinnslan og umsýslan á Þórshöfn.

Leiðir Árna Sigurðssonar og Söru Stefánsdóttur lágu saman í fallegri sveit í Öxarfirðinum, og árið 2011 hófu þau búskap að Katastöðum, sem standa við rætur Hólaheiðar skammt frá Kópaskeri.

Í fyrra fluttust þau sig um set til Þórshafnar og ekki leið á löngu þar til foreldrar Söru, þau Stefán Gunnarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, fluttust í Þistilfjörðinn í bæinn Flögu. Fyrirtæki þeirra, Akursel ehf., sem þau höfðu rekið í Öxarfirði um árabil og síðustu fimm árin ásamt þeim Söru og Árna, er þekkt fyrir sínar gómsætu gulrætur og hefur verið einn umsvifamesti framleiðandi lífrænna gulróta á landinu og vart annað eftirspurn.

Fjölskyldufyrirtæki á Þórshöfn

Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland ...
Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland í Þistilfirði. mbl.is/Líney Sigurðardóttir


„Okkur leist svo vel á Þórshöfn og samfélagið þar,“ segir Sara en þau Árni festu nýlega kaup á einbýlishúsi þar í bæ. „Við keyptum hús á besta stað þar sem nóg pláss er í garðinum fyrir stórt strandblaknet og hænur nágrannans koma í heimsókn yfir götuna. Það má segja að við höfum flust úr einni sveit yfir í aðra, rétt yfir Hólaheiðina,“ segja Árni og Sara, sem ætla nú að sinna grænmetisvinnslunni og umsýslunni á Þórshöfn.

„Við ákváðum að flytja grænmetisvinnsluna frá Akurseli til Þórshafnar og fengum leigt húsnæði í eigu Ísfélagsins undir starfsemina,“ segja Sara og Árni. Standsetning húsnæðisins og uppsetning kælitækja og pökkunarvéla hefur staðið yfir síðustu vikurnar svo þau hafa haft í nógu. Einnig hafa þau ráðið fastan starfsmann yfir vetrartímann.

Í garðana fer aldrei illgresiseitur.
Í garðana fer aldrei illgresiseitur.


Aðalræktunarsvæði gulrótanna er í Öxarfirðinum, í sendnum og næringarríkum jarðvegi án tilbúins áburðar, en í vor var hafist handa við gerð nýrra garða, bæði á Katastöðum við Öxarfjörð en einnig í Þistilfirðinum þar sem gulrótarfræjum var sáð í stóran garð við eyðibýlið Ósland. Með haustinu kemur í ljós hvernig jarðvegurinn þar hentar gulrótum, en Þistilfjörður státar ekki af jarðhita eins og Öxarfjörðurinn.

„Við höldum líka áfram grænmetisrækt í Öxarfirðinum og förum því aldrei alveg frá Katastöðum en heiðin styttist bara við hverja ferð,“ segir þetta bjartsýna unga fólk, en frá Þórshöfn er tæplega klukkutíma akstur að Katastöðum.

Uppræta skal hvert illgresisstrá

Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.
Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.


Það þarf að hafa vakandi auga á grænmetinu allan vaxtartímann og hafa stjórn á illgresinu, en ekkert arfaeitur er notað í garðana, sem hafa lífræna vottun. „Við auglýstum því eftir fólki til að uppræta illgresið og fengum fimm ungmenni í verkið sem unnu við að reyta í hálfan mánuð. Við skriðum á fjórum fótum um garðana og reyndum að ná hverju einasta illgresisstrái, í þessa garða fer aldrei illgresiseitur,“ segir Sara.

Búist er við að uppskeran af þessum lífrænu gulrótum verði svipuð og síðustu árin. Mestur hluti er seldur suður á land en einnig er ræktað dálítið af rófum sem selt er á heimamarkað. Þær eru ekki síðra hnossgæti en gulræturnar, sólgular og safaríkar.

Sala hefur alltaf gengið vel og áhugi fólks á lífrænum matvælum eykst með ári hverju. Uppskerutíminn er að jafnaði frá síðustu dögum ágústmánaðar og allt fram í nóvember í góðu tíðarfari og þá hafa Sara og Árni ærinn starfa við uppskeruna og hafa jafnframt starfsfólk til aðstoðar.

Vaxið upp með gulrótunum

Snemma beygist krókurinn.
Snemma beygist krókurinn.


Það má segja að Sara hafi vaxið upp með gulrótunum, en foreldrar hennar ráku garðyrkjubú á Dyrhólum í Mýrdal frá árinu 1980 allt til ársins 1999 þegar þau fluttu í Akursel og hófu gulrótarræktunina. Þau voru fyrst hér á landi til að hljóta lífræna vottun á hluta framleiðslunnar í Mýrdalnum og fyrir þremur árum hlaut svo fjölskyldufyrirtækið Akursel ehf. hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins.

Sara og Árni hyggjast halda áfram á sömu braut og vinna að uppbyggingu fyrirtækisins og luma á ýmsum hugmyndum sem ekki er tímabært að láta í ljós að sinni, „þetta kemur allt í ljós með tímanum og best að fara hægt í sakirnar,“ telja þau Árni og Sara.

Íþróttirnar áhugamál

Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á ...
Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á meðan sáð er.


Árni og Sara taka mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins og stunda blakíþróttina af miklu kappi. Árni hefur auk þess þjálfað kvennaliðið Álkurnar með góðum árangri auk þess að þjálfa í öðrum greinum, svo sem frjálsum íþróttum, körfubolta og krakkablaki.

Sara tók við stöðu rekstrarstjóra á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og kunna bæði mjög vel við sig á Þórshöfn, einnig þriggja ára sonurinn Jakob Ingi, sem unir sér vel á leikskólanum.

„Við höfum eignast góða vini á Þórshöfn og hér er gott að vera og fólkið skemmtilegt,“ segir Árni, sem sinnir einnig grenjavinnslu á Austursléttunni ásamt Ómari Gunnarssyni frænda sínum, en hestamennska og blak er líka mikið áhugamál. Sara tók þátt í að skipuleggja bæjarhátíð Þórshafnar, Bryggjudagana, sem tókst afar vel enda veðrið fádæma gott.

Það er góður fengur fyrir hvert bæjarfélag að fá til sín fólk sem tekur virkan þátt í samfélaginu og eflir félags- og íþróttalíf, svo að litlu fjölskyldunni í gulrótaræktinni var tekið opnum örmum á Þórshöfn.

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...