Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans.

Þetta kom fram í máli Snorra Arnar Árnasonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fékk það hlutverk að vinna úr símagögnum og staðsetja síma Birnu Brjánsdóttur í aðdraganda hvarfs hennar, og þeirra aðila sem tengdust málinu, þ.e. Thomasar Møllers Ol­sens, Nikolajs Wil­helms Her­lufs Ol­sens og annarra.

Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thom­asi, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Alls bera 37 manns vitni fyrir dómi í málinu, en tólf þeirra komu fyrir dóm í gær. Þar á meðal Ni­kolaj, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í janúar grunaður um aðkomu að morðinu. Hann var hins vegar útilokaður sem sakborningur, meðal annars vegna þess að ekki fundust lífsýni hennar á fötum hans. Thomas gaf einnig skýrslu fyrir dómi í gær.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðast við golfskála í Garðabæ

Snorri rakti ferðir síma Birnu, Thomasar og Nikolajs, en þeir voru allir staðsettir í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5.20 á laugardagsmorgun. Eftir það sést sími Birnu fara þaðan og sem leið liggur eftir Sæbraut og í Garðabæ í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetningin þar sem síminn kemst í tengsl við mastur bendir til þess að hann hafi verið á svæði í kringum Hnoðraholt í Garðabæ áður en slökkt var á honum að sögn Snorra.

Spurður af verjanda sagði Snorri að við skoðun á hreyfingum símans hefði sést að hann hefði verið að tengjast nokkrum möstrum á mjög stuttu tímabili, á undan þeim síðasta punkti sem hann tengdist símamastri. Allt hafi bent til þess að síminn hafi verið við Hnoðraholt í Garðabæ, eða í nágrenni við skála Golfklúbbs Garðabæjar klukkan 5.50.

Snorri sagði að svo virtist sem sími Nikolajs hefði verið alveg kyrrstæður frá klukkan sex og fram að hádegi laugardags, miðað við þá senda sem hann tengdist síðast. Þetta bendi til þess að hann hafi ekki farið frá borði.

Notaði forrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum

Snorri sagði síma Thomasar síðast hafa komið inn á sendi klukkan 7.06 á laugardagsmorgun, en símagögn bendi til þess að hann gæti þá hafa verið kominn á Reykjanesið. Eftir það slokknaði á símanum, en ekki er hægt að segja til um það hvort slökkt hafi verið á honum handvirkt.

Fram kom í máli Snorra að sími Thomasar hefði einnig komið fram á sendi í miðbæ Reykjavíkur klukkan 6.53, en það hefði hins vegar verið vegna notkunar síðustu „lotu“. Um væri að ræða flókið tæknilegt mál, sem ætti sér hins vegar skýringar.

„Þarna er verið að sækja gögn úr ólíkum kerfum símans sem hafa ólíkan tilgang. Eitt kerfið er ekki hægt að reiða sig fyllilega á upp á tímasetningar en hinar upplýsingarnar eru áreiðanlegar og við verðum að styðja okkur við þær upp á staðsetningu Thomasar,“ sagði Snorri.

Þá kom einnig fram að Thomas hefði á laugardagsmorgninum notað samskiptaforrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki sérstök ástæða til að skoða síma þeirra sem óku um Suðurstrandarveg

Verjandi í málinu benti á að brotaþoli í málinu, Birna Brjánsdóttir, hefði fundist á mjög fáförnu svæði, en um veginn þangað hefði um 20 bílum verið ekið. Spurði hann Snorra hvort hann gæti séð hvaða bílar þetta hefðu verið, að því gefnu að bílstjórar þeirra hefðu haft farsíma meðferðis.

Aðspurður hvers vegna þetta hefði ekki verið athugað sagði Snorri að ekki hefði verið talin sérstök ástæða til þess. Til dæmis hefði ekki verið vitað hvar líkinu hefði verið komið í sjó.

„Ef þú ætlar að taka margra kílómetra langa strandlengju þá þarftu að skoða marga síma. [...] Þú getur verið með hundruð eða þúsundir íbúa sem eru með kveikt á símanum sínum [...] sem gætu villt um fyrir,“ sagði Snorri.

Kolbrún greip þá fram í og sagði að nauðsynlegt væri að fá dómsúrskurð um þær aðgerðir sem verjandinn nefndi. Því væri ástæðulaust að halda spurningum áfram í þessa veru.

Dómarinn ákvað þó að leyfa verjandanum að halda áfram. Hann rifjaði þá upp að lögreglunni hefði tekist að miða út farsíma þeirra þriggja á ferð um höfuðborgarsvæðið og í miðbæ Reykjavíkur.

„Ertu að segja mér það að það sé flóknara og erfiðara að gera það við Suðurstrandarveg, þar sem íbúar eru í tugum taldir?“ spurði verjandinn, en Snorri sagðist ekki geta tjáð sig meira um það.

Ekki hægt að sjá hvort slökkt hafi verið á símanum

Guðbjörn Sverrir Hreinsson, öryggisstjóri Símans, er því næst kallaður til vitnis til að gera frekar grein fyrir tæknilegum atriðum símagagna. Kolbrún spyr hann meðal annars út í það hvort hægt sé að greina mun á því þegar slökkt er handvirkt á símtæki og þegar rafhlaða klárast.

Guðbjörn segir ekki hægt að greina mun á þessu tvennu í þeim gögnum sem fást úr farsímasendum, enda gefi símtæki frá sér sömu upplýsingar við þessar aðstæður. Það gefur merki um að það sé á leið út úr kerfinu.

Verjandi spyr Guðbjörn frekar út í það hvort upplýsingar séu um það í gögnum að sími Birnu hafi verið að verða batteríislaus. Guðbjörn segist ekki kannast við að hægt sé að fá þær upplýsingar, nema hugsanlega með því að skoða símtækið. Hann spyr út í svokallað „low power mode“ á iPhone, sem hægt er að setja á þegar lítið er eftir af rafhlöðu. Guðbjörn segir merkið frá símanum hugsanlega veikjast þegar síminn er á þessari stillingu, en ekki sé hægt að greina það í gögnum.

mbl.is

Innlent »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...