Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans.

Þetta kom fram í máli Snorra Arnar Árnasonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fékk það hlutverk að vinna úr símagögnum og staðsetja síma Birnu Brjánsdóttur í aðdraganda hvarfs hennar, og þeirra aðila sem tengdust málinu, þ.e. Thomasar Møllers Ol­sens, Nikolajs Wil­helms Her­lufs Ol­sens og annarra.

Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thom­asi, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Alls bera 37 manns vitni fyrir dómi í málinu, en tólf þeirra komu fyrir dóm í gær. Þar á meðal Ni­kolaj, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í janúar grunaður um aðkomu að morðinu. Hann var hins vegar útilokaður sem sakborningur, meðal annars vegna þess að ekki fundust lífsýni hennar á fötum hans. Thomas gaf einnig skýrslu fyrir dómi í gær.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðast við golfskála í Garðabæ

Snorri rakti ferðir síma Birnu, Thomasar og Nikolajs, en þeir voru allir staðsettir í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5.20 á laugardagsmorgun. Eftir það sést sími Birnu fara þaðan og sem leið liggur eftir Sæbraut og í Garðabæ í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetningin þar sem síminn kemst í tengsl við mastur bendir til þess að hann hafi verið á svæði í kringum Hnoðraholt í Garðabæ áður en slökkt var á honum að sögn Snorra.

Spurður af verjanda sagði Snorri að við skoðun á hreyfingum símans hefði sést að hann hefði verið að tengjast nokkrum möstrum á mjög stuttu tímabili, á undan þeim síðasta punkti sem hann tengdist símamastri. Allt hafi bent til þess að síminn hafi verið við Hnoðraholt í Garðabæ, eða í nágrenni við skála Golfklúbbs Garðabæjar klukkan 5.50.

Snorri sagði að svo virtist sem sími Nikolajs hefði verið alveg kyrrstæður frá klukkan sex og fram að hádegi laugardags, miðað við þá senda sem hann tengdist síðast. Þetta bendi til þess að hann hafi ekki farið frá borði.

Notaði forrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum

Snorri sagði síma Thomasar síðast hafa komið inn á sendi klukkan 7.06 á laugardagsmorgun, en símagögn bendi til þess að hann gæti þá hafa verið kominn á Reykjanesið. Eftir það slokknaði á símanum, en ekki er hægt að segja til um það hvort slökkt hafi verið á honum handvirkt.

Fram kom í máli Snorra að sími Thomasar hefði einnig komið fram á sendi í miðbæ Reykjavíkur klukkan 6.53, en það hefði hins vegar verið vegna notkunar síðustu „lotu“. Um væri að ræða flókið tæknilegt mál, sem ætti sér hins vegar skýringar.

„Þarna er verið að sækja gögn úr ólíkum kerfum símans sem hafa ólíkan tilgang. Eitt kerfið er ekki hægt að reiða sig fyllilega á upp á tímasetningar en hinar upplýsingarnar eru áreiðanlegar og við verðum að styðja okkur við þær upp á staðsetningu Thomasar,“ sagði Snorri.

Þá kom einnig fram að Thomas hefði á laugardagsmorgninum notað samskiptaforrit sem dulkóðar samskipti og eyðir skilaboðum.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki sérstök ástæða til að skoða síma þeirra sem óku um Suðurstrandarveg

Verjandi í málinu benti á að brotaþoli í málinu, Birna Brjánsdóttir, hefði fundist á mjög fáförnu svæði, en um veginn þangað hefði um 20 bílum verið ekið. Spurði hann Snorra hvort hann gæti séð hvaða bílar þetta hefðu verið, að því gefnu að bílstjórar þeirra hefðu haft farsíma meðferðis.

Aðspurður hvers vegna þetta hefði ekki verið athugað sagði Snorri að ekki hefði verið talin sérstök ástæða til þess. Til dæmis hefði ekki verið vitað hvar líkinu hefði verið komið í sjó.

„Ef þú ætlar að taka margra kílómetra langa strandlengju þá þarftu að skoða marga síma. [...] Þú getur verið með hundruð eða þúsundir íbúa sem eru með kveikt á símanum sínum [...] sem gætu villt um fyrir,“ sagði Snorri.

Kolbrún greip þá fram í og sagði að nauðsynlegt væri að fá dómsúrskurð um þær aðgerðir sem verjandinn nefndi. Því væri ástæðulaust að halda spurningum áfram í þessa veru.

Dómarinn ákvað þó að leyfa verjandanum að halda áfram. Hann rifjaði þá upp að lögreglunni hefði tekist að miða út farsíma þeirra þriggja á ferð um höfuðborgarsvæðið og í miðbæ Reykjavíkur.

„Ertu að segja mér það að það sé flóknara og erfiðara að gera það við Suðurstrandarveg, þar sem íbúar eru í tugum taldir?“ spurði verjandinn, en Snorri sagðist ekki geta tjáð sig meira um það.

Ekki hægt að sjá hvort slökkt hafi verið á símanum

Guðbjörn Sverrir Hreinsson, öryggisstjóri Símans, er því næst kallaður til vitnis til að gera frekar grein fyrir tæknilegum atriðum símagagna. Kolbrún spyr hann meðal annars út í það hvort hægt sé að greina mun á því þegar slökkt er handvirkt á símtæki og þegar rafhlaða klárast.

Guðbjörn segir ekki hægt að greina mun á þessu tvennu í þeim gögnum sem fást úr farsímasendum, enda gefi símtæki frá sér sömu upplýsingar við þessar aðstæður. Það gefur merki um að það sé á leið út úr kerfinu.

Verjandi spyr Guðbjörn frekar út í það hvort upplýsingar séu um það í gögnum að sími Birnu hafi verið að verða batteríislaus. Guðbjörn segist ekki kannast við að hægt sé að fá þær upplýsingar, nema hugsanlega með því að skoða símtækið. Hann spyr út í svokallað „low power mode“ á iPhone, sem hægt er að setja á þegar lítið er eftir af rafhlöðu. Guðbjörn segir merkið frá símanum hugsanlega veikjast þegar síminn er á þessari stillingu, en ekki sé hægt að greina það í gögnum.

mbl.is

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Skólafrí í Biskupstungum, Eyjasól ehf.
Lausar helgar og vikur í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stut...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...